Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 19:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Skoraði glæsilegt mark í fyrsta sigri Benfica
Samuel Dahl
Samuel Dahl
Mynd: EPA
Ajax fékk Benfica í heimsókn í Meistaradeildinni í kvöld en bæði lið voru stigalaus eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Svíinn Samuel Dahl kom Benfica yfir með glæsilegu marki. Boltinn datt fyrir hann í teignum eftir hornspyrnu og hann negldi boltanum viðstöðulaust í fjærhornið.

Undir lok leiksins innsiglaði Leandro Barreiro sigur Benfica þegar hann skoraði af öryggi þegar hann slapp í gegn eftir sendingu frá Fredrik Aursnes.

Union St. Gilloise vann góðan sigur á Galatasaray en Promise David var hetja liðsins þegar hann skoraði eftir laglegt samspil inn á teignum.

Galatasaray var manni færri síðustu mínúturnar þar sem Arda Unyay fékk tvö gul spjöld og þar með rautt. Benfica er komið með þrjú stig en Ajax er eina liðið án stiga. St. Gilloise er með sex stig en Galatasaray með níu stig.

Ajax 0 - 2 Benfica
0-1 Samuel Dahl ('6 )
0-2 Leandro Barreiro ('90 )

Galatasaray 0 - 1 St. Gilloise
0-1 Emmanuel Promise ('57 )
Rautt spjald: Arda Unyay, Galatasaray ('89)
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Newcastle 5 3 1 1 11 3 +8 10
5 Man City 5 3 1 1 10 5 +5 10
6 Chelsea 5 3 1 1 10 6 +4 10
7 Dortmund 5 3 1 1 14 11 +3 10
8 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
9 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
10 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
11 Galatasaray 5 3 0 2 8 7 +1 9
12 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
13 Qarabag 5 2 2 1 8 7 +1 8
14 Leverkusen 5 2 2 1 8 10 -2 8
15 Barcelona 5 2 1 2 12 8 +4 7
16 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
17 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
18 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
19 Juventus 5 1 3 1 9 9 0 6
20 St. Gilloise 5 2 0 3 5 12 -7 6
21 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
22 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
23 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
24 Napoli 5 1 2 2 4 9 -5 5
25 Marseille 5 1 1 3 7 6 +1 4
26 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
27 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
28 Athletic 5 1 1 3 4 9 -5 4
29 Benfica 5 1 0 4 4 8 -4 3
30 Slavia Prag 5 0 3 2 2 8 -6 3
31 Bodö/Glimt 5 0 2 3 6 10 -4 2
32 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
33 Villarreal 5 0 1 4 2 7 -5 1
34 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
35 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
36 Ajax 5 0 0 5 1 16 -15 0
Athugasemdir
banner