Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   þri 25. nóvember 2025 16:47
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo slapp og byrjar ekki í banni á HM
Ronaldo sleppur með eins leiks bann, sem hann hefur þegar afplánað.
Ronaldo sleppur með eins leiks bann, sem hann hefur þegar afplánað.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo sleppur með eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írlandi. Þessi fertugi Portúgali lét reka sig af velli í 2-0 tapi gegn Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum fyrir að gefa Dara O'Shea olnbogaskot.

Í umræðunni var möguleg þynging vegna ofbeldisfullrar framkomu en hann hefði þá byrjað HM á næsta ári í leikbanni.

Aganefnd FIFA hefur hinsvegar komist að þeirri niðurstöðu að einn leikur sé hæfilegt leikbann.

Ronaldo hefur þegar afplánað leikbannið því hann spilaði ekki í 9-1 sigri gegn Armeníu í lokumferð riðilsins.

HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári en Portúgal vann sinn riðil og er því komið með þátttökurétt. Ronaldo skoraði fimm mörk í undankeppninni.
Athugasemdir
banner
banner