Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Myndi vilja Ward-Prowse eða Zakaria til LIverpool - „Það vantar miðjumann"
James Ward-Prowse er heitur biti á markaðnum
James Ward-Prowse er heitur biti á markaðnum
Mynd: Getty Images
Denis Zakaria til Liverpool?
Denis Zakaria til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Harvey Elliott er að stíga upp úr meiðslum og gæti reynst mikilvægur
Harvey Elliott er að stíga upp úr meiðslum og gæti reynst mikilvægur
Mynd: EPA
Magnús Þór Jónsson, stuðningsmaður LIverpool og nýkjörinn formaður kennarasambands Íslands, talaði við Sæbjörn Steinke í hlaðvarpi enska boltans hér á Fótbolti.net í dag en hann fór yfir það hvaða stöðu þarf helst að styrkja fyrir átökin á seinni hluta tímabilsins.

Liverpool og janúarkaup síðustu ár er ekki eitthvað sem helst í hendur og hefur Jürgen Klopp, stjóri félagsins, farið sparlega í að styrkja hópinn á miðju móti.

Nú er félagið í öllum keppnum í fyrsta sinn síðan 1983 á þessum tíma í febrúar og þörf á að breikka hópinn. Magnús telur það skynsamlegt að sækja miðjumann en segir það grimmt að fara að næla í sóknarmann á þessum tímapunkti.

„Við vorum að tala um það að það komu fréttir um það að Tottenham væri að kaupa Adama Traore. Má þetta í janúar? Má kaupa sér leikmenn í janúar? Því Liverpool gerir það ekkert, þannig það er erfitt að gera sér vonir um það."

„Það er alveg klárt mál og svo þessi úrslit um helgina gefa okkur það að við erum enn á þessum stað. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1983 þar sem LIverpool er í öllum keppnum í byrjun febrúar og ef við vinnum bikarinn núna þá hefur það aldrei gerst síðan 1962 þar sem liðið er í öllum keppnum í lok febrúar."


Ef Magnús fengi að ráða myndi hann sækja einn miðjumann og þar yrði annað hvort James Ward-Prowse, leikmaður Southampton, fyrir valinu eða Dennis Zakaria, miðjumaður Borussia Monchengladbach, en hann verður samningslaus í sumar og gæti því fengist fyrir lítinn pening.

„Það vita allir að við ætlum að vinna þennan úrslitaleik gegn Chelsea, Meistaradeildin er þarna og deildin þarna og FA-bikarinn er kannski kominn neðarlega því það er langt í úrslitaleikinn en þó við séum með góðan hóp miðað við Burnley þá eru lapse-ar í liðinu sem að ég myndi vilja láta laga. Mér finnst okkur vanta miðjumann og James Ward-Prowse er klárlega einn af draumunum og Svisslendingurinn í Gladbach sem öll lið eru að eltast við því hann er að renna út á samningi Ég meina keyptu hann á 15 milljónir í janúar"

„Við erum að fá Elliott til baka og Thiago sem hefur verið mikið meiddur. Ég fíla hann í tætlur en hann hefur varla náð að spila nema tíu leiki fyrir Liverpool og svo er hann frá í sex vikur eða tvo mánuði. Ef ég fengi ráða þá myndi ég kaupa miðjumann. Það er of grimmt að kaupa sóknarmann því við erum með Salah, Diogo og Mane. Ég myndi vilja hafa sterkara backup en Ox en ef ég fengi að ráða þá myndi ég vilja fá miðjumann sem myndi nýtast liðinu strax,"
sagði Magnús ennfremur.

Enski boltinn er í boði Domino's (fyrir alla) og White Fox (fyir 18 ára og eldri).
Enski boltinn - Átti markið að standa?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner