Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 26. janúar 2022 13:48
Elvar Geir Magnússon
Pereira íhugar að gefa ekki kost á sér eftir hörð viðbrögð stuðningsmanna Everton
Lampard nú líklegastur til að taka við liðinu?
Samkvæmt Daily Mail íhugar Vitor Pereira nú að draga sig til baka og gefa ekki kost á sér í stjórastól Everton. Pereira virtist nálægt því að semja við félagið en hörð og neikvæð viðbrögð stuðningsmanna hafa breytt stöðunni.

Pereira er í London þar sem viðræður við Everton hafa verið í gangi en þær fréttir hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum liðsins.

Portúgalinn er sagður sár yfir viðbrögðunum og telur að fólk sé að dæma hann án þess að þekkja hann neitt. Hann íhugar nú að hætta við að gefa kost á sér í starfið.

Spreyjað var á vegg við Goodison Park, heimavöll Everton, eins og fjallað var um fyrr í dag.

Pereira stýrði Porto tvisvar til sigurs í portúgölsku úrvalsdeildinni, 2012 og 2013. Síðan hefur hann verið á ferðalagi um heiminn og þjálfað í Sádí-Arabíu, Grikklandi, Tyrklandi, Þýskalandi og Kína. Síðast stýrði hann Fenerbahce í Tyrklandi en er sem stendur án starfs.

Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea, er nú talinn líklegastur til að taka við Everton sem er í stjóraleit eftir að Rafa Benítez var rekinn. Ljóst er að stór hluti stuðningsmanna er með Lampard efstan á sínum óskalista.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner