Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   fim 26. janúar 2023 09:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton búið að funda með Dyche og Bielsa
Sean Dyche og Marcelo Bielsa eru sagðir líklegastir til að taka við stjórastarfinu hjá Everton. Þetta kemur fram á Sky Sports rétt í þessu.

Samkvæmt veðbönkum er Dyche talinn talsvert líklegri en Bielsa er næstlíklegasti kosturinn.

Fram kemur að þeir Dyche og Bielsa hafi báðir fundað með ráðamönnum hjá Everton og hafa þeir báðir heillað.

Viðræður munu halda áfram í dag og vonast félagið til að tilkynna um nýjan stjóra fyrir helgina.

Everton lét Frank Lampard fara á mánudag eftir tap gegn West Ham um síðustu helgi. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar þegar átján umferðir eru eftir.
Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner