Það voru átta leikir í ensku úrvalsdeildinni um helgina og þá vann Manchester United 2-0 sigur gegn Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins. Garth Crooks hjá BBC hefur valið úrvalslið vikunnar.
Miðjumaður: Declan Rice (West Ham) - Hamrarnir þurftu nauðsynlega á sigri að halda og þeir unnu Nottingham Forest með stæl. 4-0 þar sem Rice skoraði geggjað mark.
Sóknarmaður: Julian Alvarez (Manchester City) - Nýtti tækifærið sem hann fékk í byrjunarliðinu og skoraði fyrsta mark leiksins. Fimmti Argentínumaðurinn í liði vikunnar!
Sóknarmaður: Leandro Trossard (Arsenal) - Skoraði frábært mark í sigrinum gegn Leicester, markið fékk því miður ekki að standa þar sem dómarinn dæmdi, eftir VAR skoðun, að brotið hefði verið á markverðinum í aðdragandanum.
Athugasemdir