Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfiður leiktími á morgun - „Ég skal borga vinnutapið"
Icelandair
Karólína í stuði á landsliðsæfingu í gær.
Karólína í stuði á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Kópavogsvelli.
Frá Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Serbíu í mikilvægum leik í umspili Þjóðadeildarinnar á morgun. Með sigri heldur Ísland sér í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Leiktíminn er skrítinn, 14:30, en það er vegna birtuskilyrða. Fljóðljósin á Kópavogsvelli eru ekki nægilega sterk en íslenska liðið fékk undanþágu til að spila þar.

„Ég elska það (að spila á Kópavogsvelli). Ég ætla að segja Krissu liðsstjóra að gefa mér klefann sem ég var í. Þetta er bara stemning og ég er mjög spennt," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Íslands, þegar hún ræddi við Fótbolta.net á dögunum.

„Auðvitað er þetta á erfiðum tíma, 14:30 á þriðjudegi. En ég skal borga vinnutapið," sagði Karólína og hló. „Ég tek það á mig og við vonumst til að sjá sem flesta."

Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska liðsins, ræddi einnig við Fótbolta.net í gær og var spurð út í það hversu mörgum áhorfendum hún væri að búast við.

„Ekki kannski mjög mörgum. Ég veit að það eru einhverjir að mæta, einhverjir fjölskyldumeðlimir sem eru að taka hálfan dag í vinnunni til að mæta. Þetta er leiðinlegur leiktími. Auðvitað hefðum við viljað vera undir ljósunum um kvöldið með mikinn stuðning. En við tökum þann stuðning sem við getum fengið á þessum tíma. Vonandi getum við gert góðan dag úr þessu," sagði Guðrún en leikurinn á morgun er mjög mikilvægur.
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Athugasemdir
banner
banner