Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Mathys Tel fær stærra hlutverk hjá Bayern
Mynd: Bayern
Sóknarmaðurinn efnilegi Mathys Tel hefur verið orðaður við félagsskipti til Manchester United að undanförnu eftir að vera búinn að fá lítinn spiltíma með FC Bayern.

Tel er 18 ára gamall Frakki sem er vinstri kantmaður að upplagi en hefur fengið lítið af tækifærum með ógnarsterku liði Bayern, sem er með leikmenn á borð við Harry Kane og Leroy Sane innanborðs.

Þjálfarateymi Bayern hefur miklar mætur á Tel, sem er búinn að skora 6 mörk og gefa 4 stoðsendingar í 29 leikjum á tímabilinu. Hann hefur þó nánast eingöngu komið inn sem varamaður í þessum leikjum og hefur í heildina spilað 760 mínútur á yfirstandandi leiktíð.

Gadiri Camara, umboðsmaður Tel, hitti Christoph Freund, stjórnarmann hjá FC Bayern, í dag til að ræða framtíð Tel.

Samræðurnar voru mjög jákvæðar og er niðurstaðan sú að Tel hefur fengið loforð um meiri spiltíma með félaginu.

Bayern vill ekki leyfa Tel að fara og gæti þurft að bjóða honum nýjan samning.
Athugasemdir
banner