Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mán 26. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Palmeiras vill halda Endrick út árið
Mynd: EPA
Brasilíska félagið Palmeiras heldur í vonina um að fá að halda Endrick út árið. Þetta kemur fram á ESPN.

Real Madrid gekk frá kaupum á Endrick fyrir 60 milljónir evra á síðasta ári en hann gengur ekki formlega í raðir félagsins fyrr en í sumar.

Þessi 17 ára gamli leikmaður er talinn einn sá efnilegasti í heiminum en hann hafnaði Barcelona og fleiri stórum félögum til að upplifa drauminn hjá Madrídingum.

Palmeiras er að vonast eftir því að halda Endrick hjá félaginu út árið, svo hann geti klárað keppnistímabilið í Brasilíu.

Real Madrid er að sækja Kylian Mbappe frá Paris Saint-Germain og gefur það Palmeiras aukna von um að Madrídingar samþykki beiðni félagsins.

Endrick skoraði 14 mörk á síðasta tímabili er Palmeiras vann brasilísku deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner