Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 26. mars 2017 22:25
Ingimar Bjarni Sverrisson
Óli Guðbjörns: Auðvitað hef ég áhyggjur
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta datt bara niður. Fáum á okkur nátturalega klaufamörk í þessum leik og náum ekki að spila nógu góða vörn sem heild," sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson eftir 3-6 tap liðs síns fyrir Valskonum í A-deild Lengjubikars kvenna fyrr í kvöld.

„Ef við fáum á okkur sex mörk, segir sig sjálft, það á nátturlega ekki að gerast. Það var aðal málið, við vorum of langt frá, of mikið bil á milli og við spilum vörnina ekki nógu vel."

„Ég held ekki, þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur. Svona eftir tíu mínútna leik þá var restin af hálfleiknum ekki nógu góður. Þetta var allt annað í seinni hálfleik en við gáfum of mörg færi á okkur, þetta voru ódýr mörk hjá Val," svaraði hann þegar hann var spurður hvort tvö mörk Vals á innan við þrem mínútum í fyrri hálfleik hefðu slegið lið hans útaf laginu.

„Auðvitað hef ég áhyggjur af því að fá sex mörk á mig, ég er langt frá sáttur en ég veit það að við höfum þannig mannskap og tíma fyrir mót til að laga það," sagði hann þegar hann var spurður hvort leikurinn væri áhyggjuefni. Um meiddu leikmenn hópsins sagði hann „Já þær eru svona að skríða til baka."
Athugasemdir