Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Enski boltinn - Liverpool að smíða ofurlið
Hugarburðarbolti Upphitun > Allt um Enska og Fantasy
Enski boltinn - Tottenham verður besta liðið í Evrópu
Innkastið - Skúrkur, vondur veggur og vonbrigði
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Lokakaflinn nálgast í neðri deildum
Enski boltinn - Chelsea eina liðið með allt galleríið
Tveggja Turna Tal - Jónas Grani Garðarsson
Leiðin úr Lengjunni: Völsungur með stórsigur á mærudögum og HK færist nær toppnum
Útvarpsþátturinn - Niko, glugginn opinn og umdeilt VAR
Enski boltinn - Staðan tekin þegar stutt er í veisluna
Grasrótin - 13. Umferð, "Þrotur" Vogum sofna í gasmengun
Leiðin úr Lengjunni: Amin Cosic kveður með stæl og deildin tekur á sig mynd
Turnar Segja Sögur: Dómari, skipting
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Útvarpsþátturinn - Bent nálgast og fyrstur í sjö gul svarar fyrir sig
Leiðin úr Lengjunni: Fylkir reif í gikkinn og það er víst hægt að vinna ÍR
Grasrótin - 12. Umferð, Hellaðir Haukamenn og klikkaðir KÁ menn
Uppbótartíminn - Lífið heldur áfram
Innkastið - Fúlir KR-ingar keyra Hvalfjörðinn
   sun 26. mars 2023 13:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sama ástríða með yngri flokka KA og Öster í Svíþjóð
Túfa hélt áfram að þjálfa yngri flokka hjá KA meðfram því að þjálfa meistaraflokkinn. Túfa minnist á þessa mynd í spjallinu.
Túfa hélt áfram að þjálfa yngri flokka hjá KA meðfram því að þjálfa meistaraflokkinn. Túfa minnist á þessa mynd í spjallinu.
Mynd: Aðsend
Srdjan Tufegdzic er þjálfari sænska liðsins Öster sem spilar í B-deildinni. Liðið hefur verið lengi í næstefstu deild en setur stefnuna á efstu deild. Á síðasta tímabili fór liðið í umspilið um sæti í efstu deild en tapaði þar. Stefnan er sett á sæti í Allsvenskan á komandi tímabili.

Túfa, eins og hann er alltaf kallaður, er Serbi sem kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék með KA. Hann lagði skóna á hilluna tímabilið 2012 og var þá farinn að þjálfa hjá KA.

Hann var aðstoðarmaður Bjarna Jóhannssonar árin 2013, 2014 og hálft tímabilið 2015 áður en hann tók við sem aðalþjálfari. Túfa stýrði KA svo út tímabilið 2018. Fyrir tímabilið 2019 tók hann við Grindavík og eftir það tímabil varð hann aðstoðarmaður Heimis Guðjónssonar hjá Val.

Túfa ræddi um lífið í Svíþjóð, tímabilið í fyrra, komandi tímabil og ýmsilegt fleira í viðtalinu. Hann var þá spurður sérstaklega út í þá Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson sem eru leikmenn Öster.

Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér efst, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.

Hér má nálgast viðtalið sem vitnað er í, í byrjun upptökunnar.
Athugasemdir