Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
banner
   mið 26. mars 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Atletico vill fá Romero - Real hefur áhuga á Saliba
Powerade
Atletico Madrid vill fá Cristian Romero.
Atletico Madrid vill fá Cristian Romero.
Mynd: EPA
William Saliba.
William Saliba.
Mynd: EPA
Atletico Madrid vill fá varnarmann Tottenham, Everton reynir að fá Jarrad Branthwaite til að framlengja og United mun bara gera tilboð ef Maguire yfirgefur félagið. Þetta og fleira í slúðurpakkanum en BBC tók saman.

Atletico Madrid hefur áhuga á að fá argentínska miðvörðinn Cristian Romero (26) frá Tottenham. (Sky Sports)

Everton ætlar að hefja viðræður við enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (22) um nýjan samning til að bægja frá áhuga annarra félaga. (I Sport)

Manchester United mun aðeins bjóða í Branthwaite ef Harry Maguire (32) yfirgefur Old Trafford. (Yahoo)

Arsenal ætlar að bjóða Gabriel (27) nýjan samning til að draga úr áhuga frá Sádi-Arabíu á brasilíska miðverðinum. (Football Insider)

Real Madrid hefur áhuga á franska miðverðinum William Saliba (24) hjá Arsenal. (Mirror)

Arsenal hefur blandað sér í baráttu við Liverpool um hollenska varnarmanninn Jorrel Hato (19) hjá Ajax. (TeamTalk)

Atalanta hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á framherjann Ademola Lookman (27) vegna áhuga frá Manchester United og Newcastle United. (Tuttomercato)

Aston Villa hefur hafið viðræður við franska miðjumanninn Boubacar Kamara (25) um nýjan samning. (Telegraph)

Endurkaupsákvæði Barcelona um portúgalska kantmanninn Francisco Trincao (25), sem hefur verið orðaður við Manchester United, Arsenal og Newcastle, rann út í júní í fyrra. (Meta)

Crystal Palace heldur áfram í viðræðum við stjórann Oliver Glasner um nýjan samning en önnur félög horfa löngunaraugum til hans. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner