Manchester United er búið að lána Geyse til Gotham FC í bandaríska kvennaboltanum.
Geyse er öflugur sóknarleikmaður frá Brasilíu sem gekk til liðs við Man Utd fyrir tveimur árum eftir stutta dvöl hjá Barcelona.
Hún hefur átt erfitt með að fina taktinn í enska boltanum en var búin að leggja upp í tveimur sigrum í röð þegar hún missti bróður sinn skyndilega.
Geyse hefur misst af átta leikjum af síðustu tíu hjá Man Utd eftir bróðurmissinn og þarf að breyta um andrúmsloft. Lánssamningurinn gildir til nóvember.
„Þetta er mikilvægur samningur fyrir Geyse. Þessi ákvörðun er tekin með hennar heilsu að leiðarljósi. Við óskum henni alls hins besta með Gotham," segir Matt Johnson, bráðabirgðaþjálfari kvennaliðs Man Utd.
Athugasemdir