Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 26. apríl 2021 18:57
Brynjar Ingi Erluson
23 leikmenn tilnefndir í frægðarhöllina - Stuðningsmenn fá að velja
David Beckham er einn þeirra sem á möguleika að komast í frægðarhöllina
David Beckham er einn þeirra sem á möguleika að komast í frægðarhöllina
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefurt birt 23-manna lista yfir þá leikmenn sem eiga möguleika á að komast í frægðarhöllina en stuðningsmenn velja sex leikmenn sem fá inngöngu í þennan merkilega klúbb.

Alan Shearer og Thierry Henry voru fyrstu leikmennirnir sem fengu inngöngu í frægðarhöllina í morgun er hún var sett á laggirnar og kemur úrvalsdeildin til með að velja fleiri leikmenn á hverju ári.

Úrvalsdeildin birti rétt í þessu tilnefningar í frægðarhöllina en 23 leikmenn eru á listanum.

Manchester United á flesta leikmenn á listanum en tíu leikmenn á listanum spiluðu á einhverjum tímapunkti með liðinu.

Stuðningsmenn fá að velja sex leikmenn af þessum 23 og fá þeir inngöngu í frægðarhöllina en hægt er að kjósa á heimasíðu úrvalsdeildarinnar.

Hægt er að kjósa hér

Tilnefningar:
Tony Adams, David Beckham, Dennis Bergkamp, Sol Campbell, Eric Cantona, Andy Cole, Ashley Cole, Didier Drogba, Les Ferdinand, Rio Ferdinand, Robbie Fowler, Michael Owen, Steven Gerrard, Roy Keane, Frank Lampard, Matt Le Tissier, Peter Schmeichel, Paul Scholes, John Terry, Robin van Persie, Nemanja Vidic, Patrick Vieira, Ian Wright.
Athugasemdir
banner
banner
banner