
„Mér líst vel á að vera spáð toppsætinu, við vorum sannspá í fyrra og 2019 líka þannig við vonum að við verðum sannspá líka í ár," sagði hress Elísa Viðarsdóttir við Fótbolta.net í síðustu viku. Elísa er fyrirliði Vals sem spáð er efsta sætinu í Bestu deild kvenna í sumar.
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 1. sæti
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 1. sæti
„Tímabilið leggst bara vel í mig, enn eitt tímabilið í raun og veru og þetta breytist ekkert ár frá ári. Það er alltaf sama spennan og þessi vorboði að halda þessa spá. Þetta verður vonandi skemmtilegt mót."
Hvernig líst þér á breytingarnar á leikmannahópnum? Teluru hópinn vera sterkari en í fyrra?
„Ég held að það sé erfitt að segja það. Við erum að missa marga reynslumikla og frábæra leikmenn. Við erum líka að fá mjög góða leikmenn á móti. Það er kannski ekkert nýtt fyrir okkur að smíða saman nýtt lið. Hryggjarsúlan í þessu og Pétur þjálfari höfum verið lengi og við byggjum ofan á það. Við hjálpum þessum nýju leikmönnum að koma sér inn í sínar stöður og inn í hópinn," sagði Elísa.
Hún er einnig spurð út í atvinnumennsku og landsliðið í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Valur mætir Þrótti í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í kvöld.
Athugasemdir