Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 26. maí 2021 18:15
Fótbolti.net
Bestur í 6. umferð - Skeiðaði Patrick Vieira style
Árni Elvar Árnason (Leiknir)
Árni Elvar í leiknum.
Árni Elvar í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Árni og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, fagna eftir leik í gær.
Árni og Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, fagna eftir leik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikmaður umferðarinnar.
Leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Fremstur meðal jafningja á miðjunni hjá heimamönnum, vann ótal bolta enda grjótharður og nýtti tækifærið vel þegar myndaðist glufa í varnarleiknum og fékk vítið sem réð úrslitum. Enska orðið yfir frammistöðuna er "mammoth performance", skrifaði Magnús Þór Jónsson um Árna Elvar Árnason í skýrslu sinni um leik Leiknis og FH.

Árni Elvar átti frábæran leik á miðju Breiðholtsliðsins sem vann frækinn 2-1 sigur gegn FH í 6. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis en Árni var hinsvegar valinn maður leiksins.

Sjá einnig:
Úrvalslið 6. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

„Árni Elvar skeiðaði Leiknisvöllinn Patrick Vieira style i 96 min í Breiðholtinu í kvöld. Mögnuð frammistaða," skrifaði Ágúst Þór Ágústsson á Twitter.

„Mér fannst við í smá basli að staðsetja okkur í varnarleiknum í fyrri hálfleik en eftir að við breyttum í 4-4-2 fannst mér við bara betri," sagði Árni Elvar sjálfur í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Eins og áður segir kom sigurmark leiksins eftir vítaspyrnu sem dæmd var eftir gegnumbrot Árna.

„Boltinn datt bara fyrir mig, Pétur (Viðarsson) var illa staðsettur og ég var kominn í gegn og víti og mark."

Leiknismenn hafa komið ýmsum á óvart í upphafi tímabils en liðið er með átta stig. „Við viljum vera komin með fleiri stig, eigum að vera með fleiri en átta stig er bara mjög fínt."

Málari ríka og fræga fólksins


Árni Elvar er 24 ára miðjumaður sem er uppalinn hjá Leikni. Auk þess að stunda fótbolta er Árni málari hjá Fagpenslum.

„Við gefum okkur út fyrir að vera málarar ríka og fræga fólksins. Árni er dugnaðarforkur sem gengur beint til verks. Þannig er hann bæði í leik og starfi, innan vallar sem utan," segir Ásbjörn Freyr Jónsson, vinnufélagi Árna hjá Fagpenslum.

Leikmenn umferðarinnar:
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Árni Elvar: Eigum að vera með fleiri stig
Innkastið - Heitt sæti í Hafnarfirði og Toddi á röngum stað á röngum tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner