Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vasco da Gama í viðræðum við Coutinho
Mynd: Getty Images

Philippe Coutinho er líklega á leið frá Aston Villa en talað er um að Villa sé að reyna ná samkomulagi við hann um riftun á samningi hans.


Fabrizio Romano greinir frá því að brasilíska félagið Vasco da Gama sé í viðræðum við umboðsmenn Coutinho en þessi 31 árs gamli Brasilíumaður er uppalinn hjá félaginu.

Hann gekk til liðs við Inter frá Vasco da Gama árið 2008 en fór þaðan til Liverpool árið 2013 þar sem hann sló í gegn.

Romano segir að Coutinho, sem hefur verið á láni hjá Al-Duhail í Katar, sé spenntur fyrir því að fara heim.


Athugasemdir
banner
banner
banner