Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   mið 26. júní 2019 22:45
Baldvin Pálsson
Þórhallur: Lentum í tómu tjóni í seinni hálfleik
Þróttarar náðu sér aldrei á strik eftir að hafa skorað fyrra markið og náð manni fleiri
Þórhallur Siggeirsson
Þórhallur Siggeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Siggeirsson, þjálfari Þróttar, var mjög svekktur eftir tap kvöldsins gegn Fram. Þróttur komst yfir strax á 4. mínútu eftir mark frá Daða Bergssyni og voru manni fleiri seinasta hálftímann en þrátt fyrir það þá komu þeir sér aldrei almennilega á skrið í leiknum.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Þróttur R.

Hvað finnst þér um leikinn?

„Þetta var vondur ósigur, náðum aldrei almennilegum takt í þetta hjá okkur og meira að segja eftir að við vorum einum fleiri þá gáfu þeir í. Fram liðið er gott og urðu betri eftir því sem leið á leikinn og við náum aldrei að stöðva þá þróun. Í rauninni áttum við aldrei neitt skilið nema nákvæmlega þetta."

Þið náðuð góðu marki strax í byrjun, hvað gerðist svo í seinni hálfleik?

„Við bara náðum aldrei takt, náðum aldrei að tengja sendingar eða stýra leiknum. Vorum ekki í formi í hvorki sóknar- né varnarleik og vorum að fá þá á okkur í hlaupum sem við réðum illa við. Fram er mjög vel spilandi lið og við lentum í tómum vandræðum með þá"

Hvað finnst þér þurfa að bæta fyrir næsta leik?

„Við þurfum bara að lemja okkur saman. Erum að fara næst í hörkuleik á móti Magna og við þurfum að fara yfir þennan leik og átta okkur á því hvað þarf að gera betur, því við þurfum heldur betur að vera tilbúnir í þann leik"
Athugasemdir