Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   sun 26. júní 2022 17:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Eftir annað markið var þetta auðveld sigling
Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net
„Ég er mjög ánægður með að við séum komnir í átta liða úrslit. Þetta var flottur leikur hjá okkur. Þetta fyrsta mark lá í loftinu en við áttum erfitt með að skapa okkur færi en eftir að Örvar setti annað markið var þetta auðveld sigling en þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum og þeir voru ekki bara að liggja til baka heldur mættu í pressu og gerðu þetta erfitt fyrir okkur" Segir Ómar Ingi Guðmundsson eftir 6-0 sigur á Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: HK 6 -  0 Dalvík/Reynir

Stefán Ingi SIgurðarson og Örvar Eggertsson komu af bekknum og breyttu leiknum fyrir HK og Ómar var ánægður með það.

„Ég var ánægður með það en var líka ánægður með byrjunarliðið í dag en við breyttum liðinu mikið í þéttu leikjaplani og allir stóðu sig vel en Örvar og Stefán vissulega sköpuðu mörkin sem við þurftum."

Í byrjunarliðinu í dag var Karl Ágúst Karlsson sem fæddist árið 2007. Ómar segir hann gæti spilað meiri á næstunni

„Hann gæti verið í næstu leikjum. Hann byrjaði inn á gegn Gróttu í seinustu umferð og hefur verið að koma inn á í deildinni og hann hefur æft með okkur í allan vetur og tekið þátt í flestum leikjum og hann er mjög spennandi leikmaður sem getur haldið áfram í okkar liði"

Bikarinn er oft sagður vera styðsta leiðin í Evrópu en Ómar er þó ekki farinn að dreyma um Evrópuleiki í Kórnum.

„Ég veit ekki hvort okkur sé farið að dreyma um það en við fórum í átta liða úrslit í fyrra og vildum leika það eftir. Við höfum ekki farið í undanúrslit síðan árið 2004 þannig við ætlum að reyna leika það eftir og svo sjáum við hvað gerist"

Viðtalið er hægt að nálgast í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner