Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 26. júní 2022 17:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Eftir annað markið var þetta auðveld sigling
Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net
„Ég er mjög ánægður með að við séum komnir í átta liða úrslit. Þetta var flottur leikur hjá okkur. Þetta fyrsta mark lá í loftinu en við áttum erfitt með að skapa okkur færi en eftir að Örvar setti annað markið var þetta auðveld sigling en þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum og þeir voru ekki bara að liggja til baka heldur mættu í pressu og gerðu þetta erfitt fyrir okkur" Segir Ómar Ingi Guðmundsson eftir 6-0 sigur á Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: HK 6 -  0 Dalvík/Reynir

Stefán Ingi SIgurðarson og Örvar Eggertsson komu af bekknum og breyttu leiknum fyrir HK og Ómar var ánægður með það.

„Ég var ánægður með það en var líka ánægður með byrjunarliðið í dag en við breyttum liðinu mikið í þéttu leikjaplani og allir stóðu sig vel en Örvar og Stefán vissulega sköpuðu mörkin sem við þurftum."

Í byrjunarliðinu í dag var Karl Ágúst Karlsson sem fæddist árið 2007. Ómar segir hann gæti spilað meiri á næstunni

„Hann gæti verið í næstu leikjum. Hann byrjaði inn á gegn Gróttu í seinustu umferð og hefur verið að koma inn á í deildinni og hann hefur æft með okkur í allan vetur og tekið þátt í flestum leikjum og hann er mjög spennandi leikmaður sem getur haldið áfram í okkar liði"

Bikarinn er oft sagður vera styðsta leiðin í Evrópu en Ómar er þó ekki farinn að dreyma um Evrópuleiki í Kórnum.

„Ég veit ekki hvort okkur sé farið að dreyma um það en við fórum í átta liða úrslit í fyrra og vildum leika það eftir. Við höfum ekki farið í undanúrslit síðan árið 2004 þannig við ætlum að reyna leika það eftir og svo sjáum við hvað gerist"

Viðtalið er hægt að nálgast í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner