Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 26. júní 2022 17:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Eftir annað markið var þetta auðveld sigling
Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net
„Ég er mjög ánægður með að við séum komnir í átta liða úrslit. Þetta var flottur leikur hjá okkur. Þetta fyrsta mark lá í loftinu en við áttum erfitt með að skapa okkur færi en eftir að Örvar setti annað markið var þetta auðveld sigling en þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum og þeir voru ekki bara að liggja til baka heldur mættu í pressu og gerðu þetta erfitt fyrir okkur" Segir Ómar Ingi Guðmundsson eftir 6-0 sigur á Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: HK 6 -  0 Dalvík/Reynir

Stefán Ingi SIgurðarson og Örvar Eggertsson komu af bekknum og breyttu leiknum fyrir HK og Ómar var ánægður með það.

„Ég var ánægður með það en var líka ánægður með byrjunarliðið í dag en við breyttum liðinu mikið í þéttu leikjaplani og allir stóðu sig vel en Örvar og Stefán vissulega sköpuðu mörkin sem við þurftum."

Í byrjunarliðinu í dag var Karl Ágúst Karlsson sem fæddist árið 2007. Ómar segir hann gæti spilað meiri á næstunni

„Hann gæti verið í næstu leikjum. Hann byrjaði inn á gegn Gróttu í seinustu umferð og hefur verið að koma inn á í deildinni og hann hefur æft með okkur í allan vetur og tekið þátt í flestum leikjum og hann er mjög spennandi leikmaður sem getur haldið áfram í okkar liði"

Bikarinn er oft sagður vera styðsta leiðin í Evrópu en Ómar er þó ekki farinn að dreyma um Evrópuleiki í Kórnum.

„Ég veit ekki hvort okkur sé farið að dreyma um það en við fórum í átta liða úrslit í fyrra og vildum leika það eftir. Við höfum ekki farið í undanúrslit síðan árið 2004 þannig við ætlum að reyna leika það eftir og svo sjáum við hvað gerist"

Viðtalið er hægt að nálgast í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner