Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 26. júní 2022 17:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Eftir annað markið var þetta auðveld sigling
Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net
„Ég er mjög ánægður með að við séum komnir í átta liða úrslit. Þetta var flottur leikur hjá okkur. Þetta fyrsta mark lá í loftinu en við áttum erfitt með að skapa okkur færi en eftir að Örvar setti annað markið var þetta auðveld sigling en þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum og þeir voru ekki bara að liggja til baka heldur mættu í pressu og gerðu þetta erfitt fyrir okkur" Segir Ómar Ingi Guðmundsson eftir 6-0 sigur á Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: HK 6 -  0 Dalvík/Reynir

Stefán Ingi SIgurðarson og Örvar Eggertsson komu af bekknum og breyttu leiknum fyrir HK og Ómar var ánægður með það.

„Ég var ánægður með það en var líka ánægður með byrjunarliðið í dag en við breyttum liðinu mikið í þéttu leikjaplani og allir stóðu sig vel en Örvar og Stefán vissulega sköpuðu mörkin sem við þurftum."

Í byrjunarliðinu í dag var Karl Ágúst Karlsson sem fæddist árið 2007. Ómar segir hann gæti spilað meiri á næstunni

„Hann gæti verið í næstu leikjum. Hann byrjaði inn á gegn Gróttu í seinustu umferð og hefur verið að koma inn á í deildinni og hann hefur æft með okkur í allan vetur og tekið þátt í flestum leikjum og hann er mjög spennandi leikmaður sem getur haldið áfram í okkar liði"

Bikarinn er oft sagður vera styðsta leiðin í Evrópu en Ómar er þó ekki farinn að dreyma um Evrópuleiki í Kórnum.

„Ég veit ekki hvort okkur sé farið að dreyma um það en við fórum í átta liða úrslit í fyrra og vildum leika það eftir. Við höfum ekki farið í undanúrslit síðan árið 2004 þannig við ætlum að reyna leika það eftir og svo sjáum við hvað gerist"

Viðtalið er hægt að nálgast í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir