Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 26. júní 2022 17:20
Kjartan Leifur Sigurðsson
Ómar Ingi: Eftir annað markið var þetta auðveld sigling
Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net
„Ég er mjög ánægður með að við séum komnir í átta liða úrslit. Þetta var flottur leikur hjá okkur. Þetta fyrsta mark lá í loftinu en við áttum erfitt með að skapa okkur færi en eftir að Örvar setti annað markið var þetta auðveld sigling en þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum og þeir voru ekki bara að liggja til baka heldur mættu í pressu og gerðu þetta erfitt fyrir okkur" Segir Ómar Ingi Guðmundsson eftir 6-0 sigur á Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: HK 6 -  0 Dalvík/Reynir

Stefán Ingi SIgurðarson og Örvar Eggertsson komu af bekknum og breyttu leiknum fyrir HK og Ómar var ánægður með það.

„Ég var ánægður með það en var líka ánægður með byrjunarliðið í dag en við breyttum liðinu mikið í þéttu leikjaplani og allir stóðu sig vel en Örvar og Stefán vissulega sköpuðu mörkin sem við þurftum."

Í byrjunarliðinu í dag var Karl Ágúst Karlsson sem fæddist árið 2007. Ómar segir hann gæti spilað meiri á næstunni

„Hann gæti verið í næstu leikjum. Hann byrjaði inn á gegn Gróttu í seinustu umferð og hefur verið að koma inn á í deildinni og hann hefur æft með okkur í allan vetur og tekið þátt í flestum leikjum og hann er mjög spennandi leikmaður sem getur haldið áfram í okkar liði"

Bikarinn er oft sagður vera styðsta leiðin í Evrópu en Ómar er þó ekki farinn að dreyma um Evrópuleiki í Kórnum.

„Ég veit ekki hvort okkur sé farið að dreyma um það en við fórum í átta liða úrslit í fyrra og vildum leika það eftir. Við höfum ekki farið í undanúrslit síðan árið 2004 þannig við ætlum að reyna leika það eftir og svo sjáum við hvað gerist"

Viðtalið er hægt að nálgast í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner