Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. júlí 2018 13:19
Elvar Geir Magnússon
Tilboði frá Rússlandi í Hjört Hermannsson hafnað
Hjörtur er 23 ára gamall.
Hjörtur er 23 ára gamall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið Bröndby fékk fyrr í þessum mánuði tilboð frá rússnesku félagi í íslenska varnarmanninn Hjört Hermannsson.

Fótbolti.net fékk þetta staðfest frá Troels Bech, yfirmanni fótboltamála hjá Bröndby og segir hann að félagið hafi haft mikinn áhuga á að fá Hjört í sínar raðir.

„Við ræddum við Hjört um þennan áhuga en ákváðum í sameiningu að þetta væri ekki rétti tíminn eða rétta félagið fyrir hann á þessum tímapunkti," segir Bech.

Sjálfur segir Hjörtur að rússneska deildin sé að mörgu leyti spennandi deild til að spila í en nú væri rétt á hans ferli að einbeita sér að því að spila vel fyrir Bröndby og reyna að hjálpa liðinu að verða danskur meistari. Það myndi leiða til góðra hluta fyrir sig í framtíðinni.

Ólafur Garðarsson umboðsmaður játti því að verulega góður samningur hefði beðið Hjartar í Rússlandi. „Jú hann hefði margfaldað hjá sér launin. Við vorum samt sem áður sammála um að það væri best að sleppa þessu tækifæri. Það koma fleiri," segir Ólafur.
Athugasemdir
banner
banner