Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 26. júlí 2022 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Juventus ræðir við Chelsea um Werner
Timo Werner gæti farið til Juventus
Timo Werner gæti farið til Juventus
Mynd: EPA
Þýski framherjinn Timo Werner er líklega á förum frá Chelsea í glugganum en að minnsta kosti tvö félög eru sögð hafa áhuga á því að fá hann.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, er opinn fyrir því að leyfa Werner að fara frá félaginu, en þýskir miðlar halda því fram að stjórinn sé ekkert sérstaklega hrifinn af landa sínum.

Werner byrjaði aðeins fimmtán deildarleiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð.

Hann kom til félagsins frá RB Leipzig fyrir tveimur árum en hefur síðan þá einungis gert 23 mörk í 89 leikjum.

Ítalska félagið Juventus er í viðræðum við Chelsea um Werner og er enska félagið opið fyrir því að lána hann. Viðræður munu halda áfram næstu daga. Werner og Alvaro Morata eru efstir á blaði hjá Massimo Allegri, þjálfara Juventus, en ítalska félagið er einnig í viðræðum við Atlético Madríd um Morata.

Newcastle United hefur einnig áhuga á að fá Werner en launakostnaður leikmannsins er að hindra félagið í að taka viðræðurnar á næsta stig. Werner þénar um 270 þúsund pund á viku hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner