Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. júlí 2022 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja Hermann vera harðasta leikmann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, átti glæstan leikmannaferil þar sem hann lék lengi vel á Englandi.

Hann fór fyrst til Crystal Palace, en svo lék hann með Brentford, Wimbledon, Ipswich, Charlton, Portsmouth og Coventry.

Hermann var þekktur fyrir það að vera harður í horn að taka inn á vellinum og menn komust ekki upp með neitt auðvelt er þeir spiluðu á móti honum.

Enska götublaðið The Sun deilir þeirri skoðun á samfélagsmiðlum að Hermann hafi verið harðasti fótboltamaður sem hafi nokkurn tímann spilað í ensku úrvalsdeildinni.

„Hermann Hreiðarsson er harðasti leikmaður sem hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni, reynið að fá okkur til að skipta um skoðun," segir í færslu miðilsins.

Nokkur önnur nöfn eru nefnd í ummælakerfinu eins og til að mynda Duncan Ferguson, Roy Keane og Stuart Pearce, en Hermann var svo sannarlega klettharður inn á vellinum á sínum tíma - ekki er hægt að deila um annað.

Hermann er í dag þjálfari ÍBV, sem er í tíunda sæti Bestu deildarinnnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner