Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 26. júlí 2024 18:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir tilboð frá Val - Verður ekki seldur innanlands
Logi Hrafn varð tvítugur í vikunni.
Logi Hrafn varð tvítugur í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er þetta mögulega Bjarni Guðjón?
Er þetta mögulega Bjarni Guðjón?
Mynd: FH/Skjáskot
Bjarni Guðjón er á láni frá Val.
Bjarni Guðjón er á láni frá Val.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Vísir fjallaði í dag um að Valur hefði lagt fram tilboð í Loga Hrafn Róbertsson leikmann FH. FH hafnaði tilboðinu.

Logi á hálft ár eftir af samningi sínum og eru líkur á því að hann haldi erlendis áður en næsta tímabil hefst.

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, staðfestir í samtali við Fótbolta.net í dag að það hafi borist munnlegt tilboð í Loga frá Val.

„Við erum ekkert að fara selja Loga til liðs á Íslandi," segir Davíð.

Nýr leikmaður
FH-ingar settu inn færslu á samfélagsmiðlum í 'story' þar sem falið var hvaða leikmaður væri í myndatöku. Myndina er hægt að sjá hér til hliðar. Slikar færslur gefa oft til kynna að nýr leikmaður sé á leiðinni.

„Það er vonandi eitthvað sem er að gerast hjá okkur, en ekkert sem er klárt og ekkert sem ég get tjáð mig um á þessari stundu."

Skipta leikmennirnir alfarið?
Kristján Óli Sigurðsson setti inn færslu á samfélagsmiðlum í dag þar sem hann sagði frá því að FH væri að kaupa Bjarna Guðjón Brynjólfsson frá Val og Valur væri að kaupa Hörð Inga Gunnarsson frá FH. Félögin gerðu skiptidíl í lok félagaskiptagluggans þar sem leikmennirnir fóru á láni á milli félaganna.
   30.04.2024 10:21
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu

Davíð var spurður hvort einhverjar viðræður væru í gangi við Val um möguleg kaup á Bjarna Guðjóni.

;,Það er lánssamningur út tímablið og báðir aðilar hafa möguleika á því að gera eitthvað meira úr því ef áhugi er fyrir hendi."

„Þó svo að Bjarni hafi ekki spilað eins mikið og hann hefði viljað þá erum við búnir að vera þvílíkt ánægðir með hann. Hann hefur spilað virkilega vel þær fáu mínútur sem hann hefur spilað. Við hefðum klárlega áhuga á því í framtíðinni að fá hann alfarið yfir."

„Í þessu dæmi eru fjórir aðilar: FH, Valur, Bjarni og Hörður Ingi. Þetta þarf allt að passa saman og á eftir að koma í ljós hvernig það fer."


Fjórir aðilar en, sem dæmi, getur það farið svo að þið kaupið Bjarna en Valur kaupir ekki Hörð?

„Já, það eru alveg ýmsir möguleikar í stöðunni."

„Við erum ánægðir með Bjarna og Höddi hefur staðið sig mjög vel með Val þær mínútur sem hann hefur fengið þar. Þetta er eitthvað sem verður skoðað með tíð og tíma,"
segir Davíð.

Bjarni Guðjón hjálpaði FH að leggja HK að velli á dögunum en meiddist í kjölfarið á æfingu og missti því af síðasta leik. Hörður Ingi hefur spilað í hægri bakverðinum hjá Val í fjarveru Birkis Más sem meiddist snemma í þessum mánuði.

Athugasemdir
banner
banner
banner