Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. ágúst 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Liverpool búið að ráða þjálfara fyrir innköst
Robertson er á leið í innkastsþjálfun.
Robertson er á leið í innkastsþjálfun.
Mynd: Liverpool
Liverpool er búið að ráða sérfræðing sem mun þjálfara leikmenn í að bæta innköst sín.

Daninn Thomas Gronnemark mun vinna með aðallinu í vetur í hlutastarfi. Gronnemark hefur áður unnið fyrir Schalke 04, Hertha Berling og FC Midtjyllan en síðastnefnda liðið náði einmitt frábærum árangri í evrópudeildinni árið 2015 og var þekkt fyrir leikatriði sín.

Gronnemark kann ýmislegt fyrir sér í þessum fræðum og á heimsmetið fyrir lengsta innkastið, 51,33 metra.

Midtjyllan sýndi að löng innkost geta verið vopn ef þú gerir það með réttri tækni og nákvæmni. Það er mjög mikilvægt að þetta séu flöt innköst því að ef þau eru of há er auðvelt að verjast þeim.” sagði Gronnemark.

Ef þú getur tekið langt innkast sem er nákvæmt og flatt ásamt taktískri hugsun þá er mun auðveldara að skora.”
Athugasemdir
banner
banner
banner