Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   mán 26. ágúst 2019 18:13
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin og Halldór Páll spila með ÍBV í Inkasso (Staðfest)
Samningurinn handsalaður í dag.
Samningurinn handsalaður í dag.
Mynd: ÍBV
ÍBV boðaði í dag til fréttamannafundar með skömmum fyrirvara þar sem tilkynnt var um að Gary Martin verði áfram með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar, sem og markvörðurinn Halldór Páll Geirsson.

Á fréttamannafundi í dag kom fram að Gary Martin hafi átt frumkvæði að því að fá að vera áfram hjá félaginu. Gary samdi til tveggja ára og Halldór Páll samdi til þriggja ára. Hann kemur einnig að þjálfun hjá félaginu sem markmannþjálfari.

ÍBV féll úr Pepsi Max-deildinni á laugardaginn eftir tap úti gegn ÍA á Akranesi.

„Það hefur verið umræða um hvernig lið ÍBV hyggst vera með á næsta tímabili og það er vilji allra hér á eyjunni að við séum með gott lið og ætlum okkur að fara upp næsta sumar. Til þess þurfum við góða leikmenn og höfum náð samkomulagi við tvo nú þegar sem við ætlum stór hlutverk," sagði Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs ÍBV á fréttamannafundinum.

Gary Martin kom til ÍBV á miðju sumri eftir að hafa komist að samkomulagi við Val um að rifta samningi sínum. Hann hefur skorað 4 mörk í 8 leikjum í sumar.

Halldór Páll er uppalinn hjá ÍBV þar sem hann hefur spilað allan sinn feril. Hann er 25 ára og hefur spilað 13 leiki í deild og bikar í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner