Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 14. maí 2024 22:02
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Kvenaboltinn
Andrea Mist, leikmaður Stjörnunnar
Andrea Mist, leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tók á móti FH í fjörugum leik á Samsung vellinum í kvöld þar sem Stjarnan vann 4-3. Andrea Mist Pálsdóttir bar fyrirliðabandið í fjarveru Önnu Maríu Baldursdóttur og spilaði vel á miðjunni. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Bara ótrúlega sætt og kærkomið. Kannski óþarfi að halda þessu svona spennandi undir lokin en þrjú stig eru stig og við erum mjög sáttar“ sagði Andrea eftir leik. 

Fyrstu mínúturnar í leiknum voru hreint út sagt lygilegar en Stjarnan var komin í 4-1 eftir 16 mínútur. Aðspurð hvernig henni leið á þessum kafla segir hún „Ég leit á klukkuna og ég bara ,vá þetta er alveg eins og í Blikaleiknum þegar það voru þrjú mörk á fyrstu fimm mínútunum. Það er allavega frábært að byrja leikinn sterkt og setja inn mörk og þá getur maður aðeins skipulagt varnarleikinn betur og haldið því þegar maður er komin marki yfir.“

Stjörnukonur töpuðu illa fyrir Blikum, 5-1, í síðustu umferð en fá tækifæri til að bæta upp fyrir það strax í næsta leik í Mjólkurbikarnum. Aðspurð hvernig sá leikur leggst í liðið segir hún „Bara get ekki beðið, ég er að telja niður dagana.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner