Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   þri 14. maí 2024 23:00
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH mættu Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld í leik sem endaði 4-3 fyrir Stjörnunni. FH gerðu sér erfitt fyrir og voru lentar 4-1 undir eftir 16 mínútur. Þær gerðu hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og lokatölur 4-3.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Já, skrýtinn. Ég vona að það hafi verið gaman að horfa á hann það var allavega ping-pong fram og til baka og sérstaklega í byrjun leiks en jú, furðulegur leikur og 5, 6, 7 mínútur sem voru skrýtnar af hálfu FH liðsins og við vorum komin í ansi djúpa holu. Svöruðum aðstæðum mjög vel, hefðum getað kastað handklæðinu hérna í hálfleik en þetta er bara karakter og ekkert nema hrós á leikmenn liðsins hvernig þær svöruðu og komu út í seinni hálfleikinn og bara virkilega flottur seinni hálfleikur hjá FH liðinu“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leikinn.

Eins og áður segir var staðan orðin 4-1 eftir 16 mínútur og var hún óbreytt í hálfleik, aðspurður hverju þau breyttu í hálfleiknum segir hann: „Við breyttum aðeins inn á miðsvæðinu og svo framvegis en shapeið heilt yfir það sama. Eins og ég segi fyrir utan þessar skrýtnu mínútur í byrjun þá var þetta í rauninni ágætis leikur hjá FH liðinu, mun betri leikur en til dæmis síðast leikur hjá okkur.“

Þessar fyrstu mínútur leiksins voru taugatrekkjandi fyrir hlutlaust fólk í stúkunni en hvernig leið þjálfarateyminu með þetta allt?

„Ég hef upplifað svona skrýtin móment áður þar sem að maður hefur fengið á sig mörg mörk á skömmum tíma. Þetta er skrýtin tilfinning, af því mér leið ágætlega í byrjun, mér fannst einhvernveginn góð ára strax í upphafi leiksins og þess vegna var vont að fá á sig fyrsta markið en oke áfram gakk. Svo einhvernveginn að fá þetta aftur í andlitið, síðan minnkum við muninn þá hélt maður að við myndum koma til baka en fáum svo strax aftur mark í andlitið. Já skrýtið maður, rosalega skrýtið en það verður gaman að taka leikinn út og horfa á þetta aftur.“


Athugasemdir
banner