Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   þri 14. maí 2024 23:00
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH mættu Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld í leik sem endaði 4-3 fyrir Stjörnunni. FH gerðu sér erfitt fyrir og voru lentar 4-1 undir eftir 16 mínútur. Þær gerðu hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og lokatölur 4-3.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Já, skrýtinn. Ég vona að það hafi verið gaman að horfa á hann það var allavega ping-pong fram og til baka og sérstaklega í byrjun leiks en jú, furðulegur leikur og 5, 6, 7 mínútur sem voru skrýtnar af hálfu FH liðsins og við vorum komin í ansi djúpa holu. Svöruðum aðstæðum mjög vel, hefðum getað kastað handklæðinu hérna í hálfleik en þetta er bara karakter og ekkert nema hrós á leikmenn liðsins hvernig þær svöruðu og komu út í seinni hálfleikinn og bara virkilega flottur seinni hálfleikur hjá FH liðinu“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leikinn.

Eins og áður segir var staðan orðin 4-1 eftir 16 mínútur og var hún óbreytt í hálfleik, aðspurður hverju þau breyttu í hálfleiknum segir hann: „Við breyttum aðeins inn á miðsvæðinu og svo framvegis en shapeið heilt yfir það sama. Eins og ég segi fyrir utan þessar skrýtnu mínútur í byrjun þá var þetta í rauninni ágætis leikur hjá FH liðinu, mun betri leikur en til dæmis síðast leikur hjá okkur.“

Þessar fyrstu mínútur leiksins voru taugatrekkjandi fyrir hlutlaust fólk í stúkunni en hvernig leið þjálfarateyminu með þetta allt?

„Ég hef upplifað svona skrýtin móment áður þar sem að maður hefur fengið á sig mörg mörk á skömmum tíma. Þetta er skrýtin tilfinning, af því mér leið ágætlega í byrjun, mér fannst einhvernveginn góð ára strax í upphafi leiksins og þess vegna var vont að fá á sig fyrsta markið en oke áfram gakk. Svo einhvernveginn að fá þetta aftur í andlitið, síðan minnkum við muninn þá hélt maður að við myndum koma til baka en fáum svo strax aftur mark í andlitið. Já skrýtið maður, rosalega skrýtið en það verður gaman að taka leikinn út og horfa á þetta aftur.“


Athugasemdir
banner