Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 14. maí 2024 23:00
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH mættu Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld í leik sem endaði 4-3 fyrir Stjörnunni. FH gerðu sér erfitt fyrir og voru lentar 4-1 undir eftir 16 mínútur. Þær gerðu hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og lokatölur 4-3.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Já, skrýtinn. Ég vona að það hafi verið gaman að horfa á hann það var allavega ping-pong fram og til baka og sérstaklega í byrjun leiks en jú, furðulegur leikur og 5, 6, 7 mínútur sem voru skrýtnar af hálfu FH liðsins og við vorum komin í ansi djúpa holu. Svöruðum aðstæðum mjög vel, hefðum getað kastað handklæðinu hérna í hálfleik en þetta er bara karakter og ekkert nema hrós á leikmenn liðsins hvernig þær svöruðu og komu út í seinni hálfleikinn og bara virkilega flottur seinni hálfleikur hjá FH liðinu“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leikinn.

Eins og áður segir var staðan orðin 4-1 eftir 16 mínútur og var hún óbreytt í hálfleik, aðspurður hverju þau breyttu í hálfleiknum segir hann: „Við breyttum aðeins inn á miðsvæðinu og svo framvegis en shapeið heilt yfir það sama. Eins og ég segi fyrir utan þessar skrýtnu mínútur í byrjun þá var þetta í rauninni ágætis leikur hjá FH liðinu, mun betri leikur en til dæmis síðast leikur hjá okkur.“

Þessar fyrstu mínútur leiksins voru taugatrekkjandi fyrir hlutlaust fólk í stúkunni en hvernig leið þjálfarateyminu með þetta allt?

„Ég hef upplifað svona skrýtin móment áður þar sem að maður hefur fengið á sig mörg mörk á skömmum tíma. Þetta er skrýtin tilfinning, af því mér leið ágætlega í byrjun, mér fannst einhvernveginn góð ára strax í upphafi leiksins og þess vegna var vont að fá á sig fyrsta markið en oke áfram gakk. Svo einhvernveginn að fá þetta aftur í andlitið, síðan minnkum við muninn þá hélt maður að við myndum koma til baka en fáum svo strax aftur mark í andlitið. Já skrýtið maður, rosalega skrýtið en það verður gaman að taka leikinn út og horfa á þetta aftur.“


Athugasemdir
banner
banner