Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 14. maí 2024 23:00
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH mættu Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld í leik sem endaði 4-3 fyrir Stjörnunni. FH gerðu sér erfitt fyrir og voru lentar 4-1 undir eftir 16 mínútur. Þær gerðu hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og lokatölur 4-3.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Já, skrýtinn. Ég vona að það hafi verið gaman að horfa á hann það var allavega ping-pong fram og til baka og sérstaklega í byrjun leiks en jú, furðulegur leikur og 5, 6, 7 mínútur sem voru skrýtnar af hálfu FH liðsins og við vorum komin í ansi djúpa holu. Svöruðum aðstæðum mjög vel, hefðum getað kastað handklæðinu hérna í hálfleik en þetta er bara karakter og ekkert nema hrós á leikmenn liðsins hvernig þær svöruðu og komu út í seinni hálfleikinn og bara virkilega flottur seinni hálfleikur hjá FH liðinu“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leikinn.

Eins og áður segir var staðan orðin 4-1 eftir 16 mínútur og var hún óbreytt í hálfleik, aðspurður hverju þau breyttu í hálfleiknum segir hann: „Við breyttum aðeins inn á miðsvæðinu og svo framvegis en shapeið heilt yfir það sama. Eins og ég segi fyrir utan þessar skrýtnu mínútur í byrjun þá var þetta í rauninni ágætis leikur hjá FH liðinu, mun betri leikur en til dæmis síðast leikur hjá okkur.“

Þessar fyrstu mínútur leiksins voru taugatrekkjandi fyrir hlutlaust fólk í stúkunni en hvernig leið þjálfarateyminu með þetta allt?

„Ég hef upplifað svona skrýtin móment áður þar sem að maður hefur fengið á sig mörg mörk á skömmum tíma. Þetta er skrýtin tilfinning, af því mér leið ágætlega í byrjun, mér fannst einhvernveginn góð ára strax í upphafi leiksins og þess vegna var vont að fá á sig fyrsta markið en oke áfram gakk. Svo einhvernveginn að fá þetta aftur í andlitið, síðan minnkum við muninn þá hélt maður að við myndum koma til baka en fáum svo strax aftur mark í andlitið. Já skrýtið maður, rosalega skrýtið en það verður gaman að taka leikinn út og horfa á þetta aftur.“


Athugasemdir
banner