Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
   þri 14. maí 2024 23:00
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH mættu Stjörnunni á Samsungvellinum í kvöld í leik sem endaði 4-3 fyrir Stjörnunni. FH gerðu sér erfitt fyrir og voru lentar 4-1 undir eftir 16 mínútur. Þær gerðu hvað þær gátu til að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og lokatölur 4-3.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Já, skrýtinn. Ég vona að það hafi verið gaman að horfa á hann það var allavega ping-pong fram og til baka og sérstaklega í byrjun leiks en jú, furðulegur leikur og 5, 6, 7 mínútur sem voru skrýtnar af hálfu FH liðsins og við vorum komin í ansi djúpa holu. Svöruðum aðstæðum mjög vel, hefðum getað kastað handklæðinu hérna í hálfleik en þetta er bara karakter og ekkert nema hrós á leikmenn liðsins hvernig þær svöruðu og komu út í seinni hálfleikinn og bara virkilega flottur seinni hálfleikur hjá FH liðinu“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir leikinn.

Eins og áður segir var staðan orðin 4-1 eftir 16 mínútur og var hún óbreytt í hálfleik, aðspurður hverju þau breyttu í hálfleiknum segir hann: „Við breyttum aðeins inn á miðsvæðinu og svo framvegis en shapeið heilt yfir það sama. Eins og ég segi fyrir utan þessar skrýtnu mínútur í byrjun þá var þetta í rauninni ágætis leikur hjá FH liðinu, mun betri leikur en til dæmis síðast leikur hjá okkur.“

Þessar fyrstu mínútur leiksins voru taugatrekkjandi fyrir hlutlaust fólk í stúkunni en hvernig leið þjálfarateyminu með þetta allt?

„Ég hef upplifað svona skrýtin móment áður þar sem að maður hefur fengið á sig mörg mörk á skömmum tíma. Þetta er skrýtin tilfinning, af því mér leið ágætlega í byrjun, mér fannst einhvernveginn góð ára strax í upphafi leiksins og þess vegna var vont að fá á sig fyrsta markið en oke áfram gakk. Svo einhvernveginn að fá þetta aftur í andlitið, síðan minnkum við muninn þá hélt maður að við myndum koma til baka en fáum svo strax aftur mark í andlitið. Já skrýtið maður, rosalega skrýtið en það verður gaman að taka leikinn út og horfa á þetta aftur.“


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner