Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   þri 14. maí 2024 22:34
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar
Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan vann góðan sigur á FH í kvöld þegar þær hvítklæddu heimsóttu Samsung völlinn. Leikurinn endað i 4-3 fyrir Stjörnuna en þær komust í 4-1 í fyrri hálfleiknum. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Ég er ánægð að við náðum í sigur, fyrst og fremst. Ég er svo stolt af okkur, við komum út í fyrri hálfleikinn mjög góðar og mér fannst mikil breyting frá síðustu leikjum í þessum leik. Við erum allar sáttar og spenntar fyrir næstu leikjum“ sagði Hannah eftir leikinn. 

Hannah kom til Stjörnunnar fyrir þetta tímabil en hún spilaði í Finnlandi á síðasta tímabili. Aðspurð hvernig henni líði á Íslandi segir hún „Já, ég elska það. Þetta er fallegt land, allir hafa verið svo vingjarnlegir og tekið mér með opnum örmum, þetta er eins og annað heimili og ég er svo ánægð með að vera hérna.“

Í leik gegn Keflavík fyrr á tímabilinu fékk Hannah dæmt á sig eitt skrýtnasta víti sem hefur sést í íslenskum fótbolta á síðustu árum allavega. Atvikið vakti mikla athygli en hvað gerðist eiginlega?

„Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega. Ég hélt að ég ætti að taka markspyrnuna. Við vorum búnar að tala saman og vorum búnar að ákveða það en það leit út fyrir að hún væri að byrja. Ég vissi ekki hvað hann var að flauta á fyrst af því að ég áttaði mig ekki á hvað hafði gerst. Við erum búnar að læra af þessu og vitum hvernig á að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni.“

Viðtalið má sjá í deildinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner