Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   þri 14. maí 2024 22:34
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilningur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Kvenaboltinn
Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar
Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan vann góðan sigur á FH í kvöld þegar þær hvítklæddu heimsóttu Samsung völlinn. Leikurinn endað i 4-3 fyrir Stjörnuna en þær komust í 4-1 í fyrri hálfleiknum. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Ég er ánægð að við náðum í sigur, fyrst og fremst. Ég er svo stolt af okkur, við komum út í fyrri hálfleikinn mjög góðar og mér fannst mikil breyting frá síðustu leikjum í þessum leik. Við erum allar sáttar og spenntar fyrir næstu leikjum“ sagði Hannah eftir leikinn. 

Hannah kom til Stjörnunnar fyrir þetta tímabil en hún spilaði í Finnlandi á síðasta tímabili. Aðspurð hvernig henni líði á Íslandi segir hún „Já, ég elska það. Þetta er fallegt land, allir hafa verið svo vingjarnlegir og tekið mér með opnum örmum, þetta er eins og annað heimili og ég er svo ánægð með að vera hérna.“

Í leik gegn Keflavík fyrr á tímabilinu fékk Hannah dæmt á sig eitt skrýtnasta víti sem hefur sést í íslenskum fótbolta á síðustu árum allavega. Atvikið vakti mikla athygli en hvað gerðist eiginlega?

„Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega. Ég hélt að ég ætti að taka markspyrnuna. Við vorum búnar að tala saman og vorum búnar að ákveða það en það leit út fyrir að hún væri að byrja. Ég vissi ekki hvað hann var að flauta á fyrst af því að ég áttaði mig ekki á hvað hafði gerst. Við erum búnar að læra af þessu og vitum hvernig á að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni.“

Viðtalið má sjá í deildinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner