Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 14. maí 2024 22:34
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilningur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Kvenaboltinn
Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar
Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan vann góðan sigur á FH í kvöld þegar þær hvítklæddu heimsóttu Samsung völlinn. Leikurinn endað i 4-3 fyrir Stjörnuna en þær komust í 4-1 í fyrri hálfleiknum. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Ég er ánægð að við náðum í sigur, fyrst og fremst. Ég er svo stolt af okkur, við komum út í fyrri hálfleikinn mjög góðar og mér fannst mikil breyting frá síðustu leikjum í þessum leik. Við erum allar sáttar og spenntar fyrir næstu leikjum“ sagði Hannah eftir leikinn. 

Hannah kom til Stjörnunnar fyrir þetta tímabil en hún spilaði í Finnlandi á síðasta tímabili. Aðspurð hvernig henni líði á Íslandi segir hún „Já, ég elska það. Þetta er fallegt land, allir hafa verið svo vingjarnlegir og tekið mér með opnum örmum, þetta er eins og annað heimili og ég er svo ánægð með að vera hérna.“

Í leik gegn Keflavík fyrr á tímabilinu fékk Hannah dæmt á sig eitt skrýtnasta víti sem hefur sést í íslenskum fótbolta á síðustu árum allavega. Atvikið vakti mikla athygli en hvað gerðist eiginlega?

„Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega. Ég hélt að ég ætti að taka markspyrnuna. Við vorum búnar að tala saman og vorum búnar að ákveða það en það leit út fyrir að hún væri að byrja. Ég vissi ekki hvað hann var að flauta á fyrst af því að ég áttaði mig ekki á hvað hafði gerst. Við erum búnar að læra af þessu og vitum hvernig á að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni.“

Viðtalið má sjá í deildinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner