Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 14. maí 2024 22:34
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilningur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Kvenaboltinn
Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar
Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan vann góðan sigur á FH í kvöld þegar þær hvítklæddu heimsóttu Samsung völlinn. Leikurinn endað i 4-3 fyrir Stjörnuna en þær komust í 4-1 í fyrri hálfleiknum. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  3 FH

„Ég er ánægð að við náðum í sigur, fyrst og fremst. Ég er svo stolt af okkur, við komum út í fyrri hálfleikinn mjög góðar og mér fannst mikil breyting frá síðustu leikjum í þessum leik. Við erum allar sáttar og spenntar fyrir næstu leikjum“ sagði Hannah eftir leikinn. 

Hannah kom til Stjörnunnar fyrir þetta tímabil en hún spilaði í Finnlandi á síðasta tímabili. Aðspurð hvernig henni líði á Íslandi segir hún „Já, ég elska það. Þetta er fallegt land, allir hafa verið svo vingjarnlegir og tekið mér með opnum örmum, þetta er eins og annað heimili og ég er svo ánægð með að vera hérna.“

Í leik gegn Keflavík fyrr á tímabilinu fékk Hannah dæmt á sig eitt skrýtnasta víti sem hefur sést í íslenskum fótbolta á síðustu árum allavega. Atvikið vakti mikla athygli en hvað gerðist eiginlega?

„Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega. Ég hélt að ég ætti að taka markspyrnuna. Við vorum búnar að tala saman og vorum búnar að ákveða það en það leit út fyrir að hún væri að byrja. Ég vissi ekki hvað hann var að flauta á fyrst af því að ég áttaði mig ekki á hvað hafði gerst. Við erum búnar að læra af þessu og vitum hvernig á að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni.“

Viðtalið má sjá í deildinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner