Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 14. maí 2024 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Stórsigur í Madríd - Girona tapaði á heimavelli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í spænska boltanum í kvöld, þar sem nýkrýndir Spánarmeistarar í Real Madrid unnu stórsigur gegn Alavés.

Jude Bellingham skoraði eitt og lagði tvö upp á meðan Vinicius Junior, Federico Valverde og Arda Güler komust einnig á blað í 5-0 sigri.

Real er með 93 stig eftir 36 umferðir, 17 stigum meira heldur en Barcelona sem er í öðru sæti með leik til góða.

Girona kemur svo í þriðja sæti eftir tap á heimavelli gegn Villarreal í kvöld, þar sem Bertrand Traore skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu.

Girona var sterkari aðilinn á heimavelli en tókst ekki að ná jákvæðum úrslitum, þrátt fyrir að vera með þriðja besta árangurinn í La Liga á heimavelli. Þessi sigur gefur Villarreal veika von um að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti, en liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að eiga möguleika.

Osasuna og Mallorca gerðu að lokum 1-1 jafntefli í neðri hluta deildarinnar. Osasuna er búið að bjarga sér frá falli á meðan Mallorca er hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama.

Real Madrid 5 - 0 Alaves
1-0 Jude Bellingham ('10 )
2-0 Vinicius Junior ('27 )
3-0 Federico Valverde ('45 )
4-0 Vinicius Junior ('70 )
5-0 Arda Guler ('81 )

Girona 0 - 1 Villarreal
0-1 Bertrand Traore ('59 )
Rautt spjald: Kiko Femenia, Villarreal ('96)

Osasuna 1 - 1 Mallorca
1-0 Jon Moncayola ('14 )
1-1 Sergi Darder ('65 )
Athugasemdir
banner
banner