Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   þri 14. maí 2024 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Valgeir í sigurliði - Triestina berst við Benevento
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson lék allan leikinn er Örebro lagði Degerfors að velli í næstefstu deild sænska boltans.

Valgeir lék í hægri bakverði er Örebro komst í tveggja marka forystu og vann að lokum 2-1.

Örebro er með 10 stig eftir fyrstu 7 umferðir tímabilsins og er Valgeir, sem er uppalinn hjá HK, mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu.

Í úrslitakeppni C-deildar ítalska boltans sat Kristófer Jónsson á bekknum er Triestina gerði jafntefli við Benevento eftir að hafa tekið forystuna í fyrri hálfleik.

Benevento jafnaði í síðari hálfleik og fer síðari leikur liðanna fram á laugardaginn. Sigurliðið úr leiknum fer áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar, þar sem lið úr C-deildinni keppast um sæti í B-deildinni.

Orebro 2 - 1 Degerfors

Triestina 1 - 1 Benevento

Athugasemdir
banner
banner
banner