Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
   mán 26. ágúst 2019 22:01
Egill Sigfússon
Óli Jó: Auðveldara að jafna úr 2-1 en 3-1
Óli Jó spariklæddur á hliðarlínunni í sumar
Óli Jó spariklæddur á hliðarlínunni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fékk Stjörnuna í heimsókn á Origo völlinn í kvöld og gerðu þau 2-2 jafntefli í hádramatískum leik. Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals segir þetta vera sögu þeirra í sumar að missa niður forskot og kveðst ekki enn vera búinn að finna neina lausn á því.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst þetta kaflaskiptur leikur en þetta eru allt í lagi úrslit á endanum. Það hefur verið saga okkar í sumar, við byrjum leikinn vel og skorum mark og eins og oft áður virðumst við gefa eftir við að skora mark og þurfum að lenda undir til að vakna aftur. Ég veit ekki hvað veldur því, við erum búnir að vera skoða það í allt sumar en ekki enn fundið lausn á því"

Stjarnan skoraði mark sem hefði komið þeim í 3-1 en það var dæmt af eftir að það hefði fyrst verið dæmt mark sem Stjörnumenn voru brjálaðir yfir. Aðspurður hvort það hafi verið innspýting fyrir Valsara til að jafna leikinn benti Óla spauglega á það að auðveldar er að jafna leik úr 2-1 en 3-1 stöðu.

„Það er auðveldara að jafna hann úr 2-1 en 3-1 og hann dæmir það af en ég sé ekki hvað gerist þaðan sem ég stend."

Patrick Pedersen klúðraði víti í lok leiks sem hefði komið Val í 3-2 en Óli segir Patrick hafa verið frábæran fyrir þá í sumar og áfelldist hann ekki fyrir klúðrið.

„Patrick er búinn að vera geggjaður fyrir okkur í sumar og það hefði ekki verið neinn þjófnaður, það hefði bara verið sanngjarnt ef við hefðum unnið hann. Patrick er eins og þú veist frábær fótboltamaður og hefur staðið sig vel fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner