Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   mán 26. ágúst 2019 22:01
Egill Sigfússon
Óli Jó: Auðveldara að jafna úr 2-1 en 3-1
Óli Jó spariklæddur á hliðarlínunni í sumar
Óli Jó spariklæddur á hliðarlínunni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fékk Stjörnuna í heimsókn á Origo völlinn í kvöld og gerðu þau 2-2 jafntefli í hádramatískum leik. Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals segir þetta vera sögu þeirra í sumar að missa niður forskot og kveðst ekki enn vera búinn að finna neina lausn á því.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 Stjarnan

„Mér fannst þetta kaflaskiptur leikur en þetta eru allt í lagi úrslit á endanum. Það hefur verið saga okkar í sumar, við byrjum leikinn vel og skorum mark og eins og oft áður virðumst við gefa eftir við að skora mark og þurfum að lenda undir til að vakna aftur. Ég veit ekki hvað veldur því, við erum búnir að vera skoða það í allt sumar en ekki enn fundið lausn á því"

Stjarnan skoraði mark sem hefði komið þeim í 3-1 en það var dæmt af eftir að það hefði fyrst verið dæmt mark sem Stjörnumenn voru brjálaðir yfir. Aðspurður hvort það hafi verið innspýting fyrir Valsara til að jafna leikinn benti Óla spauglega á það að auðveldar er að jafna leik úr 2-1 en 3-1 stöðu.

„Það er auðveldara að jafna hann úr 2-1 en 3-1 og hann dæmir það af en ég sé ekki hvað gerist þaðan sem ég stend."

Patrick Pedersen klúðraði víti í lok leiks sem hefði komið Val í 3-2 en Óli segir Patrick hafa verið frábæran fyrir þá í sumar og áfelldist hann ekki fyrir klúðrið.

„Patrick er búinn að vera geggjaður fyrir okkur í sumar og það hefði ekki verið neinn þjófnaður, það hefði bara verið sanngjarnt ef við hefðum unnið hann. Patrick er eins og þú veist frábær fótboltamaður og hefur staðið sig vel fyrir okkur."
Athugasemdir
banner
banner