Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 26. ágúst 2021 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH hefur áhuga á Davíð Snæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson hefur spilað stórt hlutverk í liði Keflavíkur í sumar. Hann er nítján ára miðjumaður sem er á sinni annarri leiktíð í efstu deild.

Hann lék tíu leiki í deildinni með Keflavík árið 2018 og hefur spilað í sautján leikjum í sumar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur FH áhuga að fá Davíð í sínar raðir fyrir næsta tímabil.

Davíð skrifaði undir nýjan samning fyrir síðasta tímabil og er samningsbundinn til loka næsta tímabils. Hann á að baki 40 leiki fyrir yngri landsliðin en var ekki valinn í U21 árs landsliðið í gær.

Ummæli Eysteins Húna Haukssonar í gær vöktu athygli en hann talaði um að leikmenn Keflavíkur hefðu leikið undir erfiðum kringumstæðum í leiknum í gær. Keflavík mætti FH í gær og Eysteinn er þjálfari Keflavíkur. Fréttaritari telur að þessum ummælum sé beint að Davíð.

„Það er ekki nóg með að leikmenn séu að spila út úr stöðu, það eru líka leikmenn sem eru að spila þennan leik undir mjög erfiðum kringumstæðum sem við förum kannski ekki nánar út í hér - þeir taka það til sín sem eiga það."

„Þeir klára þennan leik með stæl og ná að fókusa á hann með þótt það sé ýmislegt sem gæti tekið frá manni fókusinn og þeir eiga hrós skilið fyrir það. Þeir taka það til sín sem eiga það,"
sagði Eysteinn við Fótbolta.net í gær.
Eysteinn: Áberandi meiri neisti í mönnum núna
Athugasemdir
banner
banner