Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   lau 26. ágúst 2023 11:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hans Viktor spáir í 21. umferð Bestu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar ætlar að græja þetta.
Örvar ætlar að græja þetta.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Birnir setur eitt í fyrri hálfleik.
Birnir setur eitt í fyrri hálfleik.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
21. umferð hefst í dag, laugardag, með tveimur leikjum. Umferðin heldur áfram á morgun og lýkur með einum leik á mánudagskvöld.

Það fer að styttast í annan endann á Íslandsmótinu og er þetta næst síðasta umferðin fyrir tvískiptingu. Eftir umferð 22 skiptist deildin í efri sex og neðri sex og liðin spila fimm leiki innbyrðis í sínum hluta.

Viktor Jónsson, framherji ÍA, var með fjóra rétta þegar hann spáði í 20. umferðina. Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, spáir í komandi leiki og svona sér hann þá fara:

KA 2 - 2 Stjarnan (laugardag 16:00)
Þetta verður fjörugur leikur þar sem bæði lið fá nóg af færum. Lokamínúturnar verða hrikalega skemmtilegar því bæði lið fá færi til þess að klára leikinn.

FH 0 - 3 Valur (laugardag 17:00)
Valsmenn koma sterkir til baka eftir leikinn gegn Víking. Þeir verða með mikla yfirburði í þessum leik og Patrick Pedersen með þrennu.

Keflavík 2 - 1 Fram (sunnudag 17:00)
Kærkominn sigur fyrir Keflavík í baráttuleik og verður mikil dramatík undir lok leiks. Keflavík skorar sigurmarkið þegar lítið er eftir og það verður allt vitlaust á vellinum í uppbótartíma og rautt spjald á loft.

KR 1 - 0 Fylkir (sunnudag 17:00)
Þetta verður lokaður leikur, lítið um færi og ekki skemmtilegur leikur til að horfa á. KR ná þó að setja eitt og ná í öll þrjú stigin.

Víkingur 3 - 1 Breiðablik (sunnudag 19:15)
Víkingar eru óstöðvandi og Breiðablik nær ekki að stoppa sigurgöngu þeirra. Blikarnir komast yfir snemma í leiknum en Birnir sér til þess að Víkingar fara með 2-1 forystu inn í hálfleikinn. Víkingarnir gera svo útum leikinn í seinni hálfleik þegar Blikarnir eru farnir að þreytast.

HK 2 - 0 ÍBV (mánudag 18:00)
HK vinnur þennann leik og koma sér í mjög góða stöðu fyrir loka sprettinn og líklegast búnir að tryggja sæti sitt í bestu deildinni. Birkir Valur kemur HK yfir með stórglæsilegu skoti og Örvar stangar boltann inn í seinna markinu.

Fyrri spámenn:
Júlli Magg (5 réttir)
Sam Hewson (5 réttir)
Viktor Jónsson (4 réttir)
Arnór Gauti (4 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Mikael Nikulásson (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Innkastið - Vantaði bara að bikarinn færi á loft
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner