Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mán 26. ágúst 2024 09:54
Elvar Geir Magnússon
Endurkomukóngurinn Warnock með ráðleggingu til Oasis
Liam Gallagher og félagar á Maine Road, gamla heimavelli Manchester City.
Liam Gallagher og félagar á Maine Road, gamla heimavelli Manchester City.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock.
Neil Warnock.
Mynd: Getty Images
Margir iða í skinninu eftir að gefið var út að hljómsveitin Oasis ætlar að gefa út tilkynningu í fyrramálið. Talið er að endurkoma sé í kortunum.

Bræðurnir Liam og Noel Gallagher, sem eru miklir aðdáendur Manchester City, hafa átt flókið og stormasamt samband og tónleikar verið felldir niður vegna deilna þeirra á milli. Eftir slagsmál bak við tjöldin í París 2009 þá yfirgaf Noel bandið.

Fáir þekkja endurkomur betur en Neil Warnock sem hefur snúið aftur í stjórastólana hjá Crystal Palace, QPR, Huddersfield og Torquay.

Warnock veit að agi er upphaf árangurs og skrifaði ráðleggingu til Gallagher bræðra á samfélagsmiðlunum X.

„Njótið drengir, en njótið með því að sýna aga," skrifaði Warnock til Gallagher bræðra.


Athugasemdir
banner
banner