Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 26. ágúst 2024 15:31
Fótbolti.net
Tíu mest spennandi á 2. flokks aldri í Lengjudeildinni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Lengjudeildinni má finna marga skemmtilega unga leikmenn.

Fótbolti.net fékk Baldvin Már Borgarsson, sérfræðing um Lengjudeildina, til að setja saman lista yfir spennandi unga leikmenn í deildinni sem enn eru gjaldgengir í 2. flokk.

Mynd: Þróttur R.

1. Hlynur Þórhallsson (2005) - Þróttur
Hafsent sem hefur verið frábær í sumar og stjórnað vörn Þróttara eins og hann sé 29 ára en ekki 19 ára. Gæti auðveldlega tekið skrefið upp í þá Bestu á næsta tímabili. 100% spilaðar mínútur segir okkur það að Hlynur er algjör lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

2. Róbert Elís Hlynsson (2007) - ÍR
Rosalega öflugur og spennandi miðjumaður sem mörg lið úr efstu deild renna hýru auga til, enda ekki með samning skráðan á KSÍ. Búinn að spila 62% af mínútum ÍR í Lengjudeildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

3. Viggó Valgeirsson (2006) - ÍBV
Teknískur og skemmtilegur miðjumaður sem getur líka leyst kantana. Með 49% spilaðar mínútur hjá ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

4. Ásgeir Helgi Orrason (2005) - Keflavík
Virkilega flottur varnarmaður sem er góður á boltann og les leikinn vel, kemur úr Blikaskólanum og er á láni þaðan. Verið mikilvægur hlekkur í vörn Keflvíkinga með 85% spilaðar mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

5. Christian Bjarmi Alexandersson (2007) - Grindavík
Hefur spilað gríðarlega mikið sem vinstri bakvörður í Grindavíkurliðinu, frekar lítill og léttur enda að upplagi kantmaður, en er grjótharður og komið á óvart. Skemmtilegur spilari. 50% spilaðar mínútur í metnaðarfullu liði með mikið af dýrum fullorðnum leikmönnum, flott hlutverk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

6. Freysteinn Ingi Guðnason (2007) - Njarðvík
Örvfættur hægri kantmaður, eldfljótur og teknískur, hefði viljað sjá hann fá enn stærra hlutverk hjá Njarðvík því hann er virkilega góður, en bara með 29% spilaðar mínútur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

7. Liam Daði Jeffs (2006) - Þróttur
Líkamlega sterkur og teknískur framherji sem tekur mikið til sín og lætur varnarmenn mótherjanna hafa mikið fyrir sér með fjögur mörk í 24% spiluðum mínútum í leikjum Þróttara í sumar. Það er ansi góð tölfræði.
Mynd: Fjölnir

8. Rafael Máni Þrastarson (2007) - Fjölnir
Sóknarmaður sem raðaði inn mörkum í 3. deildinni áður en hann var kallaður til baka í Fjölnisliðið og byrjar sinn Lengjudeildarferil með tveimur mörkum í þremur leikjum, eldfljótur og áræðinn. Hefur náð að spila 11% af mínútum Fjölnis á tímabilinu í aðeins þessum þrem leikjum, beint í alvöru hlutverk.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

9. Róbert Quental Árnason (2005) - Leiknir
Mjög teknískur og skemmtilegur örvfættur kantmaður, getur labbað framhjá varnarmönnum deildarinnar þegar hann vill það en vantar stundum aðeins upp á þetta svokallaða “end product”, hefur verið í mjög stóru hlutverki undanfarin ár og er núna með 90% spilaðar mínútur á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

10 - Jónatan Guðni Arnarsson (2007) - Fjölnir
Teknískur og skemmtilegur sóknarmaður sem hefur verið að fá mínútur hjá Fjölni, ég myndi samt vilja sjá hann fá stærra hlutverk en hann hefur fengið, Jónatan hefur einungis spilað 17% af mínútum Fjölnis, Fjölnir er á vegferð með unga leikmenn og Jónatan gæti orðið ein af þeirra næstu söluvörum og þar með tekjumöguleikum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Bónusleikmaður - Enn á 3. flokksaldri
Einar Freyr Halldórsson (2008) - Þór
Spennandi miðjumaður, mjög vinnusamur og með frábært auga fyrir spili, framtíðarleikstjórnandi sem hefur verið að brjóta sér leið inn í Þórsliðið, í fjórum leikjum náð að spila 7% mínútna Þórs í sumar. Missti af þremur leikjum um daginn þar sem hann var fyrirliði u17 ára landsliðs okkar í Telki Cup mótinu í Ungverjalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner