Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 16:22
Arnar Helgi Magnússon
Álfhildur: Oftast ánægð en í dag sérstaklega ánægð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, var sátt eftir 1-3 sigur á Selfossi í Pepsi Max-deildinni í dag. Þróttur var 0-3 yfir í hálfleik og sigldu sigrinum örugglega heim.

„Ég er oftast ánægð með frammistöðu liðsins en í dag var ég sérstaklega ánægð. Við börðumst allar svakalega vel og lögðum alveg 100% í þetta. Viljinn til þess að vinna þetta var svo mikill að vinna þennan leik. " sagði Álfhildur í leikslok.

„Vindurinn hafði töluverð áhrif á leikinn og við vorum með hann á móti okkur í seinni hálfleik og við þurftum bara svolítið að þrauka og við gerðum það vel."

Álfhildur segir að hún hafi aldrei verið hrædd eða stressuð um það að þær væru að hleypa Selfyssingum inn í leikinn.

„Það var aðalellega hornspyrnunar sem eru stundum erfiðar hjá okkur en annars vorum við góðar heilt yfir."

Þróttur er í harðri fallbaráttu og stigin þrjú í dag því afar kærkomin fyrir liðið.

„Það er ótrúlega mikilvægt að fá þessi þrjú stig. Mér líst vel á restina af leikjunum og ég er spennt fyrir næstu leikjum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en næstu lið eru líka ótrúlega erfið," sagði Álfhildur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner