Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. september 2020 12:58
Ívan Guðjón Baldursson
De Gea hefur aðeins varið tvær vítaspyrnur í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
David de Gea er á milli stanga Manchester United sem heimsótti Brighton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Brighton komst yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem Neal Maupay skoraði örugglega úr með því að lyfta boltanum skemmtilega að hætti Tékkans Antonin Panenka.

Þetta var 29. vítaspyrnan sem De Gea fær á sig í ensku úrvalsdeildinni en af þeim spyrnum hefur hann aðeins varið tvær, sem er 6,9% markvörsluhlutfall.

Það eru 30 markverðir sem hafa fengið 25 vítaspyrnur eða fleiri á sig í sögu úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins einn þeirra staðið sig verr heldur en De Gea. Sá heitir Paul Robinson og varði aðeins 3 spyrnur af 49 sem hann fékk á sig, með 6,1% markvörsluhlutfall.

Man Utd sneri stöðunni við og er 1-2 yfir þessa stundina, þegar 20 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.


Athugasemdir
banner
banner