Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 08:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Pepsi Max í brennidepli í útvarpsþættinum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild karla verður aðalmálið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Elvar Geir og Tómas Þór gera upp síðustu umferð, ræða helstu fréttapunktana og opinbera úrvalslið og besta leikmann síðustu umferðar.

Þá verður farið yfir niðurstöðuna í vali á besta leikmanni annars þriðjungs deildarinnar.

Breki Logason, fyrrum fréttastjóri, er harður stuðningsmaður Vals og verður á línunni en Valsmenn eru búnir að stinga af í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Arnar Hallsson, þjálfari og leikgreinandi, verður á línunni og ræðir um leikstíla Breiðabliks og Víkings sem hafa verið í umræðunni.

Þá verður í lok þáttar fjallað um enska boltann og niðurstöðuna í leik Brighton og Manchester United. Friðrik Már Ævarsson á raududjoflarnir.is kemur með skýrslu.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner