Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. september 2022 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Kulusevski leið ekki vel hjá Juventus
Mynd: EPA

Sænski kantmaðurinn Dejan Kulusevski er mjög ánægður með lífið hjá Tottenham eftir að hafa skipt yfir frá Juventus.


Kulusevski opnaði sig í viðtali við La Gazzetta dello Sport og talaði um hversu hrifinn hann er af Antonio Conte, knattspyrnustjóra Tottenham.

Kulusevski braust fram í sviðsljósið með Parma og var keyptur til Juventus en fann aldrei taktinn. Hann er hjá Tottenham á láni með kaupskyldu sem virkjast ef ákveðin markmið nást.

Svíinn er búinn að skora sex og gefa ellefu stoðsendingar í 29 leikjum frá komu sinni til Tottenham í janúar.

„Hjá Juventus var eitthvað sem gekk ekki upp. Það skipti ekki máli hversu mikið ég lagði á mig, það gekk ekkert. Mér leið ekki vel hjá Juventus og hafði mikla þörf á því að skipta um félag," sagði Kulusevski.

„Ákvörðunin að fara úr ítalska boltanum var sú besta sem ég gat tekið í stöðunni. Það gengur allt betur á Englandi, bæði innan og utan vallar."


Athugasemdir
banner
banner
banner