29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 26. september 2023 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Karolína Lea var svekkt í leikslok og hér hughreystir Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hana.
Karolína Lea var svekkt í leikslok og hér hughreystir Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hana.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var ógeðslega erfitt. Það fór rosalega mikil orka í að hlaupa og verjast," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir framherji Íslands eftir stórt tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Við vorum ekki að halda boltanum mikið svo það fór öll orkan í að verjast í dag. Það bjuggust ekki allir við að við næðum í stig hingað svo við getum ekki pirrað okkur svo mikið á þessu."

Fyrstu 10-15 mínúturnar voru fínar hjá Íslandi en eftir að Þýskaland komst yfir fór leikurinn frá okkur.

„Já, við vorum ekki að opna okkur mikið þó þær hafi komið með krossa sem við náðum að verjast vel. Þær skoruðu gott mark, ég þekki þennan leikmann vel og hún er með rosalega góð skot sem er erfitt að verjast. Hún getur sparkað bæði með hægri og vinstri og það er erfitt að verjast henni. Hún átti frábæran leik og ef maður skoðar mörkin aftur þá eru þetta pirrandi mörk. Þetta sýnir gæðin þeirra og við töpuðum á móti betra liði í dag."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan en hún segir þýska liðið haf spilað gróft.

„Við vorum ekki að opna okkur mikið og ætluðum að halda áfram að verjast þétt en vera sterkari í návígum. Þær voru helvíti grófar og við hefðum átt að vera grófari til baka. Það var mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði og það var súrt að hafa ekki gefið þeim það til baka."
Athugasemdir
banner
banner