Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   þri 26. september 2023 20:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Karolína Lea var svekkt í leikslok og hér hughreystir Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hana.
Karolína Lea var svekkt í leikslok og hér hughreystir Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari hana.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var ógeðslega erfitt. Það fór rosalega mikil orka í að hlaupa og verjast," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir framherji Íslands eftir stórt tap gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Við vorum ekki að halda boltanum mikið svo það fór öll orkan í að verjast í dag. Það bjuggust ekki allir við að við næðum í stig hingað svo við getum ekki pirrað okkur svo mikið á þessu."

Fyrstu 10-15 mínúturnar voru fínar hjá Íslandi en eftir að Þýskaland komst yfir fór leikurinn frá okkur.

„Já, við vorum ekki að opna okkur mikið þó þær hafi komið með krossa sem við náðum að verjast vel. Þær skoruðu gott mark, ég þekki þennan leikmann vel og hún er með rosalega góð skot sem er erfitt að verjast. Hún getur sparkað bæði með hægri og vinstri og það er erfitt að verjast henni. Hún átti frábæran leik og ef maður skoðar mörkin aftur þá eru þetta pirrandi mörk. Þetta sýnir gæðin þeirra og við töpuðum á móti betra liði í dag."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan en hún segir þýska liðið haf spilað gróft.

„Við vorum ekki að opna okkur mikið og ætluðum að halda áfram að verjast þétt en vera sterkari í návígum. Þær voru helvíti grófar og við hefðum átt að vera grófari til baka. Það var mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði og það var súrt að hafa ekki gefið þeim það til baka."
Athugasemdir
banner