Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 26. september 2023 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: 18 ára gamall Tel með mark og stoðsendingu í sigri
Mathys Tel skoraði og lagði upp
Mathys Tel skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Munster 0 - 4 Bayern
0-1 Eric Choupo-Moting ('9 )
0-2 Konrad Laimer ('40 )
0-3 Frans Kratzig ('45 )
0-4 Mathys Tel ('86 )

Bayern München er komið áfram í aðra umferð þýska bikarsins eftir að hafa unnið öruggan 4-0 sigur á Munster.

Thomas Tuchel, þjálfari Bayern, hvíldi nokkra lykilmenn í kvöld, meðal annars enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane.

Eric Choupo-Moting var settur upp á topp og þakkaði hann fyrir sig með góðu marki eftir stoðsendingu frá franska undrabarninu Mathys Tel.

Konrad Laimer og hinn 20 ára gamli Frans Kratzig skoruðu tvö á fimm mínútum áður en Tel gerði fjórða og síðasta markið fjórum mínútum fyrir leikslok.
Athugasemdir