þri 26. október 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Von á markaveislu hjá Íslandi gegn Kýpur í dag
Icelandair
Ísland vann frábæran sigur gegn Tékklandi síðasta föstudagskvöld.
Ísland vann frábæran sigur gegn Tékklandi síðasta föstudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið heldur í dag áfram vegferð sinni í átt að HM 2023.

Ísland vann frábæran sigur gegn Tékklandi síðasta föstudagskvöld og er núna með málin í sínum höndum varðandi það að enda allavega í öðru sæti riðilsins.

Ísland getur tekið fram úr Tékklandi í öðru sæti með sigri gegn Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir tvo leiki fyrir leik kvöldsins; liðið tapaði gegn ógnarsterku liði Hollands en tókst að leggja Tékkland að velli.

Leikurinn í kvöld á að vera algjör skyldusigur fyrir Ísland. Kýpur hefur spilað þrjá leiki í riðlinum til þessa og tapað þeim öllum. Þær töpuðu 1-4 gegn Hvíta-Rússlandi í fyrsta leik og hafa svo tapað síðustu tveimur leikjum sínum - gegn Tékklandi og Hollandi - með sömu markatölu: 8-0. Liðið er án stiga með markatöluna 1-20 eftir þrjá leiki.

Leikurinn hefst 18:45. Miðasala er í gangi á tix.is.

Allir á völlinn!
Athugasemdir
banner
banner
banner