Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 26. október 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
„Trúi ekki öðru en að hann muni gera stórkostlega hluti þarna líka"
Óskar var þjálfari Breiðabliks tímabilin 2020-2023. Undir hans stjórn varð Breiðablik Íslandsmeistari í annað sinn í sögunni og varð fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.
Óskar var þjálfari Breiðabliks tímabilin 2020-2023. Undir hans stjórn varð Breiðablik Íslandsmeistari í annað sinn í sögunni og varð fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliði Breiðabliks, Höskuldur Gunnlaugsson og þjálfarinn Halldór Árnason, ræddu við Fótbolta.net í gær fyrir leik liðsins gegn Gent í Sambandsdeildinni.

Leikurinn er fyrsti keppnileikur Breiðabliks undir stjórn Halldórs en hann tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni í snemma í þessum mánuði. Dóri hafði áður verið aðstoðarmaður Óskars.

Þeir Höskuldur og Dóri voru spurðir út í Óskar sem var fyrr í þessum mánuði ráðinn þjálfari Haugesund í Noregi. Óskar tekur við stjórnartaumunum í lok tímabilsins 2023.

„Mér finnst þetta flott skref, frábært skref fyrir hann. Þetta er stórt félag, flott umgjörð og flottur völlur. Þetta er atvinnumannalið sem æfir eins og atvinnumannalið. Þeir eru klárlega komnir lengra en við á Íslandi, eðlilega, eru með miklu meira fjármagn. Þetta er bara mjög spennandi tækifæri fyrir hann og ég er handviss um að hann mun gera frábæra hluti þarna eins og annars staðar þar sem hann hefur verið," sagði Dóri.

„Ég tek undir með Dóra. Ég held þetta verði bara spennandi, spennandi að fylgjast með honum. Maður trúir ekki öðru en að hann muni gera einhverja stórkostlega hluti þarna líka."

Var eitthvað tómarúm sem myndaðist þegar hann fór? „Það kom alveg smá fyrstu dagana þegar svona stór fígúra sem maður er með nánast daglega hverfur úr þessu daglega lífi. Maður finnur alveg fyrir því, en engin dramatík, það verður gaman að fylgjast með honum og spennandi tímar hjá okkur," sagði fyrirliðinn.

Leikurinn í dag hefst klukkan 16:45 og verður í beinni textalýsingu á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner