fim 26. nóvember 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orðlaus eftir að hafa æft með Messi - „Hann er ekki eðlilegur"
Kevin-Prince Boateng í leik með Barcelona.
Kevin-Prince Boateng í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng spilaði með argentíska snillingnum Lionel Messi hjá Barcelona.

Boateng segist hafa áttað sig á því þar hversu góður Messi væri. Hann segir að Messi hafi verið það góður að hann hafi sjálfur hugsað um það að leggja skóna á hilluna.

„Sex mánuðirnir hjá Barcelona voru ótrúlegir," sagði Boateng í samtali við DAZN.

„Ég trúði því ekki fyrst. Ég hélt að Espanyol vildi mig, ekki alvöru Barcelona."

„Ég var orðlaus eftir að hafa æft með Messi. Ég hafði alltaf sagt að Cristiano Ronaldo væri bestur í heimi, en Messi er eitthvað annað. Hann er ekki eðlilegur. Þegar ég æfði með honum, þá fannst mér ég ekki væri nægilega góður í fyrsta skipti á ferlinum. Hann gerði ótrúlega hluti. Ég hugsaði um að hætta."

Boateng er núna 33 ára gamall og spilar hann með Monza í B-deildinni á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner