Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 26. nóvember 2021 20:40
Victor Pálsson
Carragher segir Ronaldo farþega án boltans - Geta ekki unnið Meistaradeildina
Mynd: EPA
Manchester United á ekki möguleika á að vinna Meistaradeildina að sögn fyrrum leikmanns Liverpoool, Jamie Carragher.

Carragher sá lið Paris Saint-Germain leika við Manchester City í Meistaradeildinni í vikunni og tók þá eftir nokkrum farþegum í liði Frakkana - þar á meðal Lionel Messi.

Að sögn Carragher þá er Man Utd einnig með farþega í Cristiano Ronaldo sem skilar þó sínu þegar kemur að mörkum. Messi hefur ekki verið iðinn við kolann síðan hann kom í sumar.

Carragher telur þó að svona lið eigi ekki möguleika á að vinna stærsta titilinn þegar úrslitaleikurinn fer fram á næsta ári.

Carragher segir að Ronaldo sé farþegi í liði Man Utd þegar hann er ekki að gera það sem hann gerir best - að skora mörk.

„Ég hef sagt þetta um Ronaldo en hann er allavega að skora mörk. Ronaldo er farþegi án boltans, það eru mörkin sem bæta upp fyrir það," sagði Carragher.

„Í leikjum í Meistaradeildinni, sérstaklega í leik PSG í vikunni þá bættu mörkin ekki upp fyrir það. Ef þeir skora ekki þá ertu að keyra farþega. Í þessum gæðaflokki þá áttu ekki möguleika. Manchester United mun ekki vinna Meistaradeildina."
Athugasemdir
banner
banner
banner