Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 26. nóvember 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Thiago um Morton: Hann á bjarta framtíð fyrir sér
Morton kom inná fyrir Thiago um síðustu helgi
Morton kom inná fyrir Thiago um síðustu helgi
Mynd: EPA
Hinn 19 ára gamli Tyler Morton lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni.

Hann lék allan leikinn á miðjunni en kollegi hans hjá Liverpool, Thiago, kom liðinu yfir með stórkostlegu marki eftir rúmlega 50 mínútna leik.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Liverpool en liðið var búið að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum fyrir leikinn.

Thiago er mjög ánægður með Morton en hann tjáði sig um leikmanninn eftir leikinn.

„Ég elska að æfa og spila með ungum leikmönnum sem hafa hungur til að læra. Fyrst þegar ég sá hann sagði ég bara 'Hver er þetta eiginlega?" því hann æfði mjög vel með okkur. Hann átti skilið að vera í liðinu í kvöld og átti frábæran leik. Hann á bjarta framtíð fyrir sér hjá Liverpool og í fótbolta almennt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner