Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 26. desember 2012 15:54
Elvar Geir Magnússon
Gylfi Orra um umdeilda markið sem Newcastle skoraði
Gylfi Þór Orrason.
Gylfi Þór Orrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net leitaði til Gylfa Þórs Orrarsonar, formanns dómaranefndar KSÍ, varðandi umdeilt mark í leik Newcastle og Manchester United sem nú stendur yfir.

Newcastle er 2-1 yfir en annað mark liðsins var sjálfsmark Jonny Evans. Papiss Cisse var rangstæður þegar sendingin kom en af Evans fór boltinn í netið.

Gylfi er ekki að horfa á leikinn en eftir útskýringu fréttamanns á atvikinu sagði hann:

„Reglurnar eru þannig að ef rangstæði leikmaðurinn hefur áhrif á aðgerðir Jonny Evans þá á að vera dæmd rangstaða þar sem sá rangstæði hefur áhrif á leikinn. Það verður að reyna að meta það hvort Evans hafi vitað af leikmanninum og verið að reyna að hindra það að hann fengi boltann," segir Gylfi.

Sitt sýnist hverjum um þetta atvik og skiptar skoðanir eru á Twitter. Graham Poll, fyrrum FIFA-dómari, sagði á Twitter að Mike Dean dómari hafi gert rétt með því að láta markið standa.
Athugasemdir
banner
banner
banner