Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. janúar 2020 17:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Freysi: Mikilvægt að hafa Birki til taks
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Birkir Már Sævarsson missti sæti sitt í íslenska landsliðinu á síðasta ári og sagði í viðtali að ekki væri líklegt að hann yrði valinn aftur.

Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari sagði hinsvegar í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net að Birkir sé alls ekki út úr myndinni.

„Það vissu ekki margir af því en Birkir var með beinmar á ökkla á síðasta ári. Þeir sem hafa fengið beinmar geta vottað fyrir að það er viðbjóður," segir Freyr.

Birkir var í landsliðsverkefni í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði.

„Það var gaman að sjá Birki einkennalausan og hann leit mjög vel út. Hann sagði fyrir áramót landsliðsferillinn væri örugglega búinn. Það þarf ekkert að vera. Að hafa Birki til taks í þeim verkefnum sem eru framundan er ótrúlega mikilvægt."

„Ef það gengur vel hjá honum núna að koma sér almennilega af stað aftur þá verður hann örugglega í kringum liðið áfam."
Útvarpsþátturinn - Tveir mánuðir í umspilsleikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner