Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. janúar 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola biður stuðningsmenn að mæta á leikinn við Man Utd
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur sent ákall til stuðningsmanna liðsins að mæta á leikinn við Manchester United í undanúrslitum enska deildabikarsins á miðvikudaginn.

Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri undanúrslitaleiknum.

39,223 áhorfendur mættu á 4-0 sigur Manchester City gegn Fulham um helgina og því var talsvert af auðum sætum á Etihad leikvanginum sem tekur 55 þúsund manns.

„Núna höfum við þrjá daga til að undirbúa okkur fyrir United. Vonandi geta stuðningsmenn okkar mætt þannig að við verðum með fullan völl," sagði Guardiola eftir leikinn um helgina.

„Við erum ákveðnir í að komast í úrslitin. Það er markmiðið."
Athugasemdir
banner
banner