Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. janúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand fannst vanta þrá - „Ég vil sjá hann spretta til baka"
Martial tapaði boltanum og skokkaði bara til baka.
Martial tapaði boltanum og skokkaði bara til baka.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Rio Ferdinand, einn besti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial hefur ekki átt gott tímabil fyrir Manchester United til þessa.

Frakkinn spilaði allan leikinn gegn Sheffield United í kvöld og var býsna slakur.

Rio Ferdinand, fyrrum varnarmaður Manchester United, var sérfræðingur á BT Sport í kringum leikinn og hann talaði um það að Martial og Marcus Rashford hefðu verið ósýnilegir í kvöld. „Þeir voru ósýnilegir í kvöld, þeir voru ekki mættir til að klára neitt og sköpuðu ekki neitt."

Ferdinand fór þá yfir varnarleikinn í öðru marki Sheffield United sem var vægast sagt hörmulegur. Martial missti boltann en var ekki að drífa sig til baka.

„Ég vil sjá hann spretta til baka... það eru komnar tvær, þrjár sendingar og hann er enn að skokka til baka."

„Það var ekki bara Martial. David de Gea á að negla þessu í burtu. Matic á að mæta manninum, gerðu það farðu út í hann. Sýndu mér viðbrögð, kraft. Farðu út í manninn og hafðu áhrif á boltann. Hendur fyrir aftan bak sem ég hata líka."

„Hann spilar boltanum á mann sem er ekki dekkaður í teignum. Boltinn fer í varnarmann en það eru engin viðbrögð. Martial, gerðu það, sprettu út í hann og hafðu áhrif á manninn sem er á boltanum. Hann gerir það ekki. Herra Matic farðu út í manninn."

Hann gagnrýndi líka Alex Telles fyrir að fara ekki almennilega út í Oliver Burke áður en hann skaut boltanum.

„Það verður að vera þrá þarna til að vinna boltann og fara með hann á hinn enda vallarins til að reyna að vinna leikinn."

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum en þau birtust fyrst á vef Morgunblaðsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner